Sólblómagleði á Rauðaborg
Krakkarnir á leikskólanum Rauðaborg í Reykjavík héldu upp á 2 ára afmælið hans Claude á dögunum. Claude býr í SOS Barnaþorpi í Rúanda og er styrktarbarn leikskólans sem er Sólblómaleikskóli.
Afmælishátíðin var hluti af svokallaðri Sólblómagleði og gekk hún mjög vel að sögn Unnar Hermannsdóttur, deildarstjóra á Laufi. Hún segir alla hafa skemmt sér vel en langflestir mættu í gulri flík og fengu málaða sól í andlitið. Þá lituðu öll börnin fána Rúanda og gróðursettu sólblómafræ sem hafa verið vökvuð reglulega síðan. Afmælissöngurinn var svo sunginn fyrir Claude, ásamt mörgum sólarlögum og svo dönsuðu allir saman í miklu afmælisstuði.
Þá var sólblómamatur borinn á borð. Börnin borðuðu ananas í ávaxtastund og fengu indverskan pottrétt með hrísgrjónum, mangó og kjúklingi í hádegismatinn. Í drekkutímanum var svo boðið upp á heimabakað sólblómabrauð og djús.
Nokkrar myndir frá deginum má sjá hér að neðan.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.