Söfnun vegna neyðarástands í Beirút
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa gripið til neyðaraðgerða vegna þess alvarlega ástands sem ríkir í Beirút eftir sprenginguna í borginni 4. ágúst sl. og olli miklu manntjóni og eyðileggingu. SOS Barnaþorpin um heim allan, þar á meðal á Íslandi, hafa því efnt til söfnunar til að bregðast við neyðinni.
Mörg börn hafa misst foreldra sína eða orðið viðskila við þá og margar barnafjölskyldur eru heimilislausar. SOS Barnaþorpin í Líbanon búa yfir mannafla á staðnum, þekkingu og áratuga langri reynslu sem lýtur að aðstoð við börn og barnafjölskyldur í erfiðum aðstæðum. SOS Barnaþorpin um allan heim sameinast nú um að efla þessa aðstoð á þessum erfiðu tímum.
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa því sett af stað söfnun svo að við Íslendingar getum lagt okkar af mörkum til að vernda börn í Beirút. Þú getur greitt eina upphæð að eigin vali. Hver króna telur.
SOS Barnaþorpin hafa starfað í Líbanon í yfir 50 ár og þó svo kastljós fjölmiðlanna slokkni síðar höldum við áfram að hjálpa börnunum þar. Stuðningur þinn hjálpar börnunum því ekki aðeins í nokkra daga heldur til lengri tíma.
Kærar þakkir fyrir stuðninginn við munaðarlaus og yfirgefin börn og barnafjölskyldur í neyð.
Starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...