Fréttayfirlit 12. ágúst 2020

Söfnun vegna neyðarástands í Beirút



SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa gripið til neyðaraðgerða vegna þess alvarlega ástands sem ríkir í Beirút eftir sprenginguna í borginni 4. ágúst sl. og olli miklu manntjóni og eyðileggingu. SOS Barnaþorpin um heim allan, þar á meðal á Íslandi, hafa því efnt til söfnunar til að bregðast við neyðinni.

STYRKJA NÚNA

Mörg börn hafa misst foreldra sína eða orðið viðskila við þá og margar barnafjölskyldur eru heimilislausar. SOS Barnaþorpin í Líbanon búa yfir mannafla á staðnum, þekkingu og áratuga langri reynslu sem lýtur að aðstoð við börn og barnafjölskyldur í erfiðum aðstæðum. SOS Barnaþorpin um allan heim sameinast nú um að efla þessa aðstoð á þessum erfiðu tímum.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa því sett af stað söfnun svo að við Íslendingar getum lagt okkar af mörkum til að vernda börn í Beirút. Þú getur greitt eina upphæð að eigin vali. Hver króna telur.

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Líbanon í yfir 50 ár og þó svo kastljós fjölmiðlanna slokkni síðar höldum við áfram að hjálpa börnunum þar. Stuðningur þinn hjálpar börnunum því ekki aðeins í nokkra daga heldur til lengri tíma.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn við munaðarlaus og yfirgefin börn og barnafjölskyldur í neyð.

Starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...