Fréttayfirlit 5. febrúar 2024

Söfnun hafin vegna neyðaraðgerða á Gaza

Söfnun hafin vegna neyðaraðgerða á Gaza

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa hrundið af stað neyðarsöfnun fyrir SOS í Palestínu vegna aðgerða á Gaza. Áætlað er að á bilinu 19 til 25 þúsund börn á Gaza hafi misst annað eða báða foreldra sína og neyðin eykst með hverjum degi. SOS Barna­þorp­in hafa starf­að í Palestínu í 56 ár og þekkja aðstæður vel. SOS barna­þorp­ið í Rafah, á suð­ur­hluta Gaza, tek­ur á móti fylgd­ar­laus­um börn­um sem hafa misst umönn­un for­eldra vegna stríðs­ins.

Sjá einnig: Fékkstu símtal frá SOS?

Að­gerð­ir SOS á Gaza

Með að­gerð­um okk­ar í Palestínu hjálp­um við fjöl­skyld­um sem orð­ið hafa við­skila að sam­ein­ast á ný og tök­um að okk­ur börn sem misst hafa for­eldra sína. Við veit­um börn­um áfalla­hjálp og hlú­um að geð­heilsu þeirra eft­ir þær miklu hörm­ung­ar sem þau hafa upp­lif­að.

Til stendur að veita fjárstuðning við skyldmenni sem hafa tekið að sér börn látinna ættingja. Margt fólk kem­ur reglu­lega að barna­þorp­inu í Rafah og bið­ur um að tek­ið sé við börn­um sem það get­ur ekki séð fyr­ir. Þetta er oft skyld­fólk sem tók að sér börn lát­inna ætt­ingja en get­ur ekki leng­ur fram­fleytt börn­un­um.

Við útvegum illa stöddum barnafjölskyldum mat­væl­i, vatn og aðrar nauð­synj­ar til fólks á svæð­inu í sam­starfi við önn­ur virt, sjálf­stæð og vott­uð hjálp­ar­sam­tök.

Áætlað er að á bilinu 19 til 25 þúsund börn á Gaza hafi misst annað eða báða foreldra sína og neyðin eykst með hverjum degi. Áætlað er að á bilinu 19 til 25 þúsund börn á Gaza hafi misst annað eða báða foreldra sína og neyðin eykst með hverjum degi.

Að auki veita SOS Barna­þorp­in:

  • Beina mann­úð­ar­að­stoð við fjöl­skyld­ur sem verst hafa orð­ið úti til að forð­ast frek­ari að­skiln­að barna við fjöl­skyld­ur sín­ar
  • Neyð­ar­að­stoð fyr­ir fylgd­ar­laus börn, m.a. auð­kenn­ing barna, skrán­ing og vist­un í ör­uggu um­hverfi
  • Áfalla­hjálp, sér­stak­lega fyr­ir börn og umönn­un­ar­fólk okk­ar, til að hjálpa þeim að tak­ast á við áföll og til­finn­inga­lega van­líð­an
  • Fjár­hags­leg­an stuðn­ing við fjöl­skyld­ur sem glíma við erf­ið­leika

Aukið hjálparstarf SOS

Í fyrsta fasa neyð­ar­að­gerða okk­ar á Gaza eft­ir að stríð­ið braust út í októ­ber náð­um við til 220 barna­fjöl­skyldna og yfir þús­und ein­stak­linga. Áætl­að er að styðja þannig við tvö þús­und ein­stak­linga í fyrsta áfanga og þrjú þús­und ein­stak­linga í þeim næsta. Hjálp­ar­starf SOS beind­ist fyrst að fá­tæk­um barna­fjöl­skyld­um en nú höfum við aukið stuðn­ing­ við fleiri börn og fjöl­skyld­ur í sam­fé­lag­inu.

Að­stoð­in fel­ur í sér m.a. mat­ar­miða í sam­starfi við Mat­væla­áætl­un Sam­ein­uðu þjóð­anna og mat­væla- og fjár­stuðn­ing við brot­hætt­ar fjöl­skyld­ur í verk­efn­um okk­ar. Fjöl­skyld­ur geta tek­ið pen­ing út úr ra­f­rænu veski í sím­an­um sín­um og keypt nauð­synj­ar.

Alþjóðleg vottun neyðarhjálparsamtaka

Að­gerð­ir okk­ar á staðn­um lúta ströngu eft­ir­liti al­þjóða­sam­taka SOS Children´s Villages sem hlot­ið hafa hina al­þjóð­legu CHS vott­un sem neyð­ar­hjálp­ar­sam­tök með til­heyr­andi ströng­um verk­ferl­um og eft­ir­liti. Fag­mennska í neyð­ar­að­gerð­um skipt­ir öllu máli.

SOS Barna­þorp­in hafa ver­ið til stað­ar fyr­ir mun­að­ar­laus og yf­ir­gef­in börn í Palestínu frá 1968 og hafa því yf­ir­grips­mikla þekk­ingu á að­stæð­um.

Neyð á Gaza

Neyð á Gaza

Neyð á Gaza

Styrktu neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Gaza í Palestínu. Þar ríkir mikil neyð. Tugþúsundir hafa látið lífið og fjöldi barna misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin starfa á Gaza og eru í góðri aðstöðu til að hjálpa börnum þar.

Veldu eitt af boxunum hér fyrir neðan. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni (lágmarksupphæð er 1.000 krónur.)

Stakt framlag Styrkja 2.500 kr á mánuði Styrkja 5.000 kr á mánuði