Skráning hafin á Velgjörðafyrirtækjum SOS
Fyrirtækjum á Íslandi gefst nú kostur á að tengjast SOS Barnaþorpunum á skemmtilegan hátt með því að gerast Velgjörðafyrirtæki SOS. Að bera titilinn Velgjörðarfyrirtæki SOS er yfirlýsing viðkomandi fyrirtækis um að það vilji gera heiminn betri fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn, og stuðla að betra lífi fyrir sárafátækar barnafjölskyldur. Velgjörðarfyrirtæki styrkir SOS Barnaþorpin með framlagi sem nemur a.m.k 500.000 kr. á ári.
Velgjörðafyrirtækjum er heimilt að nota merki þess efnis á vefsíðu sinni. Nafn og merki Velgjörðafyrirtækja er jafnframt birt á vefsíðu SOS Barnaþorpanna og í SOS-fréttablaðinu.
Kynntu þér málið nánar hér á heimasíðu okkar og hafðu samband.
Það gerir enginn neitt einn síns liðs en saman breytum við lífi barna um allan heim.
Nýlegar fréttir
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...