Fréttayfirlit 28. október 2022

Íslenskir ólympíufarar efla íþróttastarf barna í Malaví

Íslenskir ólympíufarar efla íþróttastarf barna í Malaví


Skólabörn í SOS barnaþorpum í Malaví fóru ekki leynt með eftirvæntingu sína, spennu og gleði þegar þau fengu afhenda fótbolta frá Íslandi í október. Samtök íslenskra ólympíufara gáfu 48 fótbolta til skólabarna í Malaví sem DHL, alþjóðlegur styrktaraðili SOS Barnaþorpanna, sá um að koma örugglega á áfangastað.

Vilja efla íþróttaiðkun barna í þróunarlöndum

Öll börn eiga rétt á að leika sér og stunda íþróttir. Það eflir líkamlega, félagslega og tilfinningalega líðan barna. Eitt af samfélagslegum langtímamarkmiðum Samtaka íslenskra ólypíufara (SÍÓ) er að aðstoða við stofnun og eflingu íþróttafélaga í þróunarlöndum í samstarfi við nærliggjandi skóla. Stuðningurinn felst m.a. í að gefa bolta og annan búnað og námskeið fyrir kennara og þjálfara.

Hvatning til ólympíufara fleiri landa

„SÍÓ ætlar að hvetja þjóðasamtök ólympíufara á hinum Norðurlöndunum að gera slíkt hið sama og vonandi með stuðningi viðkomandi þróunarstofnunar. Von stendur til að þessi boltasending sé aðeins byrjunin á farsælu samstarfi SÍÓ við SOS Barnaþorpin í Malaví og önnur lönd í Afríku," segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður SÍÓ.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhendingu boltanna í Ngabu í Malaví nú í október. Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhendingu boltanna í Ngabu í Malaví nú í október.
Öll börn eiga rétt á að leika sér og stunda íþróttir. Það eflir líkamlega, félagslega og tilfinningalega líðan barna. Öll börn eiga rétt á að leika sér og stunda íþróttir. Það eflir líkamlega, félagslega og tilfinningalega líðan barna.
Strax var hafist handa við að pumpa lofti í boltana og byrjað að spila fótbolta í Ngabu. Strax var hafist handa við að pumpa lofti í boltana og byrjað að spila fótbolta í Ngabu.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.