Íslenskir ólympíufarar efla íþróttastarf barna í Malaví

Skólabörn í SOS barnaþorpum í Malaví fóru ekki leynt með eftirvæntingu sína, spennu og gleði þegar þau fengu afhenda fótbolta frá Íslandi í október. Samtök íslenskra ólympíufara gáfu 48 fótbolta til skólabarna í Malaví sem DHL, alþjóðlegur styrktaraðili SOS Barnaþorpanna, sá um að koma örugglega á áfangastað.
Vilja efla íþróttaiðkun barna í þróunarlöndum
Öll börn eiga rétt á að leika sér og stunda íþróttir. Það eflir líkamlega, félagslega og tilfinningalega líðan barna. Eitt af samfélagslegum langtímamarkmiðum Samtaka íslenskra ólypíufara (SÍÓ) er að aðstoða við stofnun og eflingu íþróttafélaga í þróunarlöndum í samstarfi við nærliggjandi skóla. Stuðningurinn felst m.a. í að gefa bolta og annan búnað og námskeið fyrir kennara og þjálfara.
Hvatning til ólympíufara fleiri landa
„SÍÓ ætlar að hvetja þjóðasamtök ólympíufara á hinum Norðurlöndunum að gera slíkt hið sama og vonandi með stuðningi viðkomandi þróunarstofnunar. Von stendur til að þessi boltasending sé aðeins byrjunin á farsælu samstarfi SÍÓ við SOS Barnaþorpin í Malaví og önnur lönd í Afríku," segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður SÍÓ.



Nýlegar fréttir

Súdanir eygja von í mestu mannúðarkrísu í heimi
Rúmlega 500 manns sneru á dögunum aftur heim til sín með aðstoð SOS Barnaþorpanna í Súdan eftir á annað ár á vergangi. Þó þessir flutningar gefi fólki í landinu von er enn langt í land því innviðir la...

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...