Íslenskir ólympíufarar efla íþróttastarf barna í Malaví

Skólabörn í SOS barnaþorpum í Malaví fóru ekki leynt með eftirvæntingu sína, spennu og gleði þegar þau fengu afhenda fótbolta frá Íslandi í október. Samtök íslenskra ólympíufara gáfu 48 fótbolta til skólabarna í Malaví sem DHL, alþjóðlegur styrktaraðili SOS Barnaþorpanna, sá um að koma örugglega á áfangastað.
Vilja efla íþróttaiðkun barna í þróunarlöndum
Öll börn eiga rétt á að leika sér og stunda íþróttir. Það eflir líkamlega, félagslega og tilfinningalega líðan barna. Eitt af samfélagslegum langtímamarkmiðum Samtaka íslenskra ólypíufara (SÍÓ) er að aðstoða við stofnun og eflingu íþróttafélaga í þróunarlöndum í samstarfi við nærliggjandi skóla. Stuðningurinn felst m.a. í að gefa bolta og annan búnað og námskeið fyrir kennara og þjálfara.
Hvatning til ólympíufara fleiri landa
„SÍÓ ætlar að hvetja þjóðasamtök ólympíufara á hinum Norðurlöndunum að gera slíkt hið sama og vonandi með stuðningi viðkomandi þróunarstofnunar. Von stendur til að þessi boltasending sé aðeins byrjunin á farsælu samstarfi SÍÓ við SOS Barnaþorpin í Malaví og önnur lönd í Afríku," segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður SÍÓ.



Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...