Fréttayfirlit 5. ágúst 2020

Skemmdir á skrifstofu SOS í Líbanon en ekkert manntjón



Við höfum flest heyrt hræðilegu tíðindin af sprengingunni í Beirút í Líbanon sem olli miklu manntjóni og eyðileggingu í gær. 35 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í fjórum SOS barnaþorpum í Líbanon. Sem betur fer er ekkert barnaþorpanna í Beirút þar sem sprengingin varð.

Líbanon

Það var því mikill léttir þegar við heyrðum frá félögum okkar í Líbanon í dag að öll börn og starfsfólk eru heil á húfi. Hins vegar er landsskrifstofa SOS fyrir Líbanon staðsett í Beirút og varð fyrir nokkrum skemmdum en enginn slasaðist.

SOS Barnaþorpin í Líbanon eru að skoða hvort og hvernig alþjóðasamtök SOS geta veitt stuðning.

Nýlegar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...