Fréttayfirlit 5. ágúst 2020

Skemmdir á skrifstofu SOS í Líbanon en ekkert manntjón



Við höfum flest heyrt hræðilegu tíðindin af sprengingunni í Beirút í Líbanon sem olli miklu manntjóni og eyðileggingu í gær. 35 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í fjórum SOS barnaþorpum í Líbanon. Sem betur fer er ekkert barnaþorpanna í Beirút þar sem sprengingin varð.

Líbanon

Það var því mikill léttir þegar við heyrðum frá félögum okkar í Líbanon í dag að öll börn og starfsfólk eru heil á húfi. Hins vegar er landsskrifstofa SOS fyrir Líbanon staðsett í Beirút og varð fyrir nokkrum skemmdum en enginn slasaðist.

SOS Barnaþorpin í Líbanon eru að skoða hvort og hvernig alþjóðasamtök SOS geta veitt stuðning.

Nýlegar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...

Ný fjölskylduefling í Úganda
16. júl. 2025 Fjölskylduefling

Ný fjölskylduefling í Úganda

Ný fjölskylduefling er hafin í Úganda sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og styrktarðilum hér á landi, SOS-fjölskylduvinum. Í Úganda hjálpum við barnafjölskyldum út úr sárafátækt og vinn...