Fréttayfirlit 27. september 2018

Siðareglur SOS Barnaþorpanna

Siðareglur SOS Barnaþorpanna


SOS Barnaþorpin samanstanda af 118 landssamtökum og er Ísland þeirra á meðal en starfsemi samtakanna er í alls 135 löndum. Sem aðildarland að SOS Barnaþorpunum skuldbindur hvert samband sig til að framfylgja lögum alþjóðasamtakanna og ströngu eftirliti með fjármálum þar sem gegnsæi er algert skilyrði. Allt starfsfólk SOS Barnaþorpanna skrifar undir siðareglur sem aðgengilegar eru hér á heimasíðunni okkar.

SOS Barnaþorpin eru sjálfstæð félagasamtök sem starfa í þágu barna og eru óháð stjórnmálaöflum. Við virðum mismunandi trúarbrögð og menningarheima og störfum í löndum/samfélögum þar sem við getum stuðlað að þróun. Við störfum samkvæmt okkar sýn, stefnu og gildum, gæðastöðlum samtakanna, m.a. stefnu um vernd barna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en við störfum í anda hans.

Hér má sjá siðareglur SOS Barnaþorpanna.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...