Siðareglur SOS Barnaþorpanna

SOS Barnaþorpin samanstanda af 118 landssamtökum og er Ísland þeirra á meðal en starfsemi samtakanna er í alls 135 löndum. Sem aðildarland að SOS Barnaþorpunum skuldbindur hvert samband sig til að framfylgja lögum alþjóðasamtakanna og ströngu eftirliti með fjármálum þar sem gegnsæi er algert skilyrði. Allt starfsfólk SOS Barnaþorpanna skrifar undir siðareglur sem aðgengilegar eru hér á heimasíðunni okkar.
SOS Barnaþorpin eru sjálfstæð félagasamtök sem starfa í þágu barna og eru óháð stjórnmálaöflum. Við virðum mismunandi trúarbrögð og menningarheima og störfum í löndum/samfélögum þar sem við getum stuðlað að þróun. Við störfum samkvæmt okkar sýn, stefnu og gildum, gæðastöðlum samtakanna, m.a. stefnu um vernd barna og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en við störfum í anda hans.
Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...