Fréttayfirlit 30. nóvember 2015

Sex góð ráð fyrir þá sem vilja senda styrktarbarninu jólakveðju



Margir styrktarforeldrar senda kveðju til styrktarbarnsins síns í desember og einhverjir senda jafnvel litlar gjafir. Ertu í vafa um hvað skal skrifa eða gefa? Hér eru nokkur ráð.

1. Þegar þú skrifar bréf til styrktarbarnsins þíns er gott að hafa í huga að barnið býr (yfirleitt) í öðrum menningarheimi en þú.

2. Skrifaðu um það sem barnið tengir við, til að mynda skólann eða veðurfar (börnum í Afríku og Asíu finnst sérstaklega gaman að sjá myndir af snjó). Öll SOS börn tengja við heimanám, leik á skólalóðinni og skólafélaga. Þú getur einnig sagt þeim frá fjölskyldumeðlimum eða afmælisveislum.

3. Ekki er sniðugt að senda styrktarbarninu stóra pakka. Mörg SOS Barnaþorp eru staðsett í löndum þar sem póstþjónustan er ekki upp á sitt besta og veglegir pakkar eiga það til að hverfa á pósthúsunum. Þá þarf SOS Barnaþorpið oft að borga toll af mjög stórum pökkum sem koma til barnanna.

4. Ef þig langar að senda styrktarbarninu litla gjöf mælum við með því að senda hluti sem komast fyrir í umslag. Sem dæmi má nefna límmiða, liti, litabækur, hárskraut og fleira.

5. Aldrei senda peninga í umslagi. Mjög litlar líkar eru á að það skili sér.

6. Þú verður að skrifa bréfið á tungumáli sem barnið (eða starfsmenn þorpsins) skilur. Yfirleitt er það enska en tungumálið er tekið fram í landaupplýsingum sem þú færð þegar þú gerist styrktarforeldri. Þar sérðu einnig heimilisfangið sem skrifað er utan á umslagið.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...