Fréttayfirlit 19. febrúar 2018

Sendiherrakaffi SOS Barnaþorpanna



Sendiherrar SOS Barnaþorpanna buðu í sendiherrakaffi síðastliðinn föstudag. Viðburðurinn fór fram í Hannesarholti en sendiherrarnir buðu vinum og vandamönnum. Alls mættu um 30 manns og skemmtu sér vel.

Eliza Reid sagði frá heimsókn sinni til Jórdaníu sem hún fór í síðastliðið haust. Þar heimsótti hún verkefni SOS Barnaþorpanna, bæði barnaþorp og neyðarverkefni. Vilborg Arna Gissurardóttir sagði þá frá nokkrum heimsóknum sínum til Nepal en þar á hún styrktarbarn sem hún hefur hitt nokkrum sinnum. Hera Björk Þórhallsdóttir söng þá nokkur lög fyrir gesti.

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna.

Nýlegar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, skilaði áþreifanlegum árangri á fyrri hluta ársins. 39 þo...

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...