Seldu sultu til styrktar SOS
Þær Auður (11 ára), Kolfinna (11 ára), Ágústa (9 ára) og Sigríður (9 ára) komu færandi á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í gær.
Stöllurnar tóku upp á því á dögunum að týna ber og útbúa sultu sem var síðan sett í krukkur. Þá gengu stelpurnar í hús í Kópavoginum og seldu sultu til styrktar SOS.
Vinkonurnar voru sammála um að ágóðinn ætti að renna til flóttabarna en alls söfnuðust tæpar 8,700 krónur.
SOS Barnaþorpin þakka stúlkunum fyrir þetta frábæra framtak!
Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...