Seldu sultu til styrktar SOS
Þær Auður (11 ára), Kolfinna (11 ára), Ágústa (9 ára) og Sigríður (9 ára) komu færandi á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í gær.
Stöllurnar tóku upp á því á dögunum að týna ber og útbúa sultu sem var síðan sett í krukkur. Þá gengu stelpurnar í hús í Kópavoginum og seldu sultu til styrktar SOS.
Vinkonurnar voru sammála um að ágóðinn ætti að renna til flóttabarna en alls söfnuðust tæpar 8,700 krónur.
SOS Barnaþorpin þakka stúlkunum fyrir þetta frábæra framtak!
Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.