Seldu sultu til styrktar SOS
Þær Auður (11 ára), Kolfinna (11 ára), Ágústa (9 ára) og Sigríður (9 ára) komu færandi á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í gær.
Stöllurnar tóku upp á því á dögunum að týna ber og útbúa sultu sem var síðan sett í krukkur. Þá gengu stelpurnar í hús í Kópavoginum og seldu sultu til styrktar SOS.
Vinkonurnar voru sammála um að ágóðinn ætti að renna til flóttabarna en alls söfnuðust tæpar 8,700 krónur.
SOS Barnaþorpin þakka stúlkunum fyrir þetta frábæra framtak!
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.