Seldu egg til styrktar SOS
Tvær ungar stúlkur gengu í hús í Eyjafjarðarsveit, þar sem þær búa, á dögunum og seldu egg til styrktar SOS Barnaþorpunum. Stúlkurnar heita Hekla Sólveig Magnúsdóttir, 10 ára, og Ronja Sif Björk, 8 ára. Þær seldu eggin gegn frjálsum framlögum en alls söfnuðust um tíu þúsund krónur.
Fjölskylda annarrar stúlkunnar heldur hænur þannig að eggin koma frá hamingjusömum hænum. Um er að ræða sex hænur og einn hana sem komu til fjölskyldunnar í sumar og hafa síðan fært henni um fjögur til sex egg á dag. Hænurnar heita Gulla, Lóa, Krumma, Kata, Babúska og Snæhvít en haninn heitir Jussi. Við þökkum þeim, og stúlkunum, kærlega fyrir stuðninginn!
Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.