Fréttayfirlit 24. janúar 2017

Seldu egg til styrktar SOS



Tvær ungar stúlkur gengu í hús í Eyjafjarðarsveit, þar sem þær búa, á dögunum og seldu egg til styrktar SOS Barnaþorpunum. Stúlkurnar heita Hekla Sólveig Magnúsdóttir, 10 ára, og Ronja Sif Björk, 8 ára. Þær seldu eggin gegn frjálsum framlögum en alls söfnuðust um tíu þúsund krónur.

Fjölskylda annarrar stúlkunnar heldur hænur þannig að eggin koma frá hamingjusömum hænum. Um er að ræða sex hænur og einn hana sem komu til fjölskyldunnar í sumar og hafa síðan fært henni um fjögur til sex egg á dag. Hænurnar heita Gulla, Lóa, Krumma, Kata, Babúska og Snæhvít en haninn heitir Jussi. Við þökkum þeim, og stúlkunum, kærlega fyrir stuðninginn!

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...