Seinna SOS-blað ársins komið út
Seinna SOS-blað ársins er komið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyrirkomulagi á dreifingu til styrktaraðila. Blaðinu er dreift með frídreifingu Morgunblaðsins 30. nóvember á höfuðborgarsvæðinu en styrktaraðilar á landsbyggðinni fá blaðið í pósti.
Þetta gerum við til að bregðast við hækkandi útburðarkostnaði enda leitum við alltaf leiða til að hafa kynningarkostnað sem lægstan. Fari svo að blaðið berist ekki til þín þá geturðu lesið það rafrænt hér. Ef þú fékkst ekki blaðið en vilt fá það sent í pósti er þér velkomið að senda okkur tölvupóst á sos@sos.is og óska eftir því.
Þórdís Kolbrún heimsótti styrktarbarn móður sinnar
Í þessu blaði er viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og móður hennar Fjólu Katrínu Ágeirsdóttur. Þórdís Kolbrún fór í vinnutengda ferð í SOS barnaþorp í Malaví en vissi ekki fyrr en seinna að styrktarbarn móður hennar býr í barnaþorpinu. Þá voru góð ráð dýr en Þórdísi tókst að gera sér aðra ferð í barnaþorpið og lagði þar grunn að ógleymanlegri jólagjöf til móður sinnar.
Í blaðinu er einnig rætt við Heru Björk Þórhallsdóttur, velgjörðasendiherra SOS á Íslandi, um heimsókn hennar í SOS barnaþorp í Palestínu og Ísrael. Þá er að venju ýmislegur fróðleikur í blaðinu um starfsemi SOS Barnaþorpanna.
Nýlegar fréttir
Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...
Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.