Fréttayfirlit 29. nóvember 2023

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila. Blað­inu er dreift með frídreif­ingu Morg­un­blaðs­ins 30. nóvember á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en styrktarað­il­ar á lands­byggð­inni fá blað­ið í pósti.

Þetta ger­um við til að bregð­ast við hækk­andi út­burð­ar­kostn­aði enda leit­um við alltaf leiða til að hafa kynn­ing­ar­kostn­að sem lægst­an. Fari svo að blað­ið ber­ist ekki til þín þá get­urðu lesið það rafrænt hér. Ef þú fékkst ekki blaðið en vilt fá það sent í pósti er þér velkomið að senda okkur tölvupóst á sos@sos.is og óska eftir því.

SOS blaðinu er dreift með frídreifingu Morgunblaðsins og í pósti til styrktaraðila á landsbyggðinni, sem frídreifing Morgunblaðsins nær ekki til. SOS blaðinu er dreift með frídreifingu Morgunblaðsins og í pósti til styrktaraðila á landsbyggðinni, sem frídreifing Morgunblaðsins nær ekki til.

Þórdís Kolbrún heimsótti styrktarbarn móður sinnar

Í þessu blaði er viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og móður hennar Fjólu Katrínu Ágeirsdóttur. Þórdís Kolbrún fór í vinnutengda ferð í SOS barnaþorp í Malaví en vissi ekki fyrr en seinna að styrktarbarn móður hennar býr í barnaþorpinu. Þá voru góð ráð dýr en Þórdísi tókst að gera sér aðra ferð í barnaþorpið og lagði þar grunn að ógleymanlegri jólagjöf til móður sinnar.

Í blaðinu er einnig rætt við Heru Björk Þórhallsdóttur, velgjörðasendiherra SOS á Íslandi, um heimsókn hennar í SOS barnaþorp í Palestínu og Ísrael. Þá er að venju ýmislegur fróðleikur í blaðinu um starfsemi SOS Barnaþorpanna.

Sjá líka öll SOS-blöðin hér

Nýlegar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi
26. jún. 2024 Almennar fréttir

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi

Það skiptir okkur miklu máli að geta sýnt styrktaraðilum samtakanna hér á landi fram á lágan rekstrarkostnað og að sem stærstur mögulegur hluti framlaga þeirra skili sér í sjálft hjálparstarfið. Í árs...