Fréttayfirlit 30. nóvember 2018

Rúrik kom færandi hendi í barnaþorp



Börnin og ungmennin í SOS barnaþorpinu Pfalz í Eisenberg í Þýskalandi urðu himinlifandi þegar fengu heimsókn frá Rúrik Gíslasyni, landsliðsmanni í fótbolta á dögunum. Rúrik er nýjasti velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi og er þetta fyrsta heimsókn hans í SOS barnaþorp.

„Þetta var meiriháttar heimsókn. Gaman að kynnast þessu starfi enn betur. Krakkarnir og starfsfólkið tóku vel á móti mér og sögðu mér frá því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í þorpinu. Krakkarnir tóku svo víkingaklapp fyrir mig og spurðu mig út í mitt líf.“ segir Rúrik sem er búsettur í Þýskalandi þar sem hann leikur með Sandhausen í þýsku b-deildinni.

Rúrik kom færandi hendi í þorpið með nokkra kassa af íþróttafatnaði sem á að gefa SOS fjölskyldunum á jólaskemmtun í þorpinu 6. desember n.k.

Framkvæmdastýra þorpsins segir að allir í þorpinu dýrki Rúrik eftir heimsóknina. „Við elskum hann og vorum mjög spennt yfir komu hans. Þetta var frábær stund fyrir okkur og hann kom með svo mikið af íþróttafötum.“

Hér má sjá svipmyndir frá heimsókninni.

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...