Rúrik kom færandi hendi í barnaþorp
Börnin og ungmennin í SOS barnaþorpinu Pfalz í Eisenberg í Þýskalandi urðu himinlifandi þegar fengu heimsókn frá Rúrik Gíslasyni, landsliðsmanni í fótbolta á dögunum. Rúrik er nýjasti velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi og er þetta fyrsta heimsókn hans í SOS barnaþorp.
„Þetta var meiriháttar heimsókn. Gaman að kynnast þessu starfi enn betur. Krakkarnir og starfsfólkið tóku vel á móti mér og sögðu mér frá því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í þorpinu. Krakkarnir tóku svo víkingaklapp fyrir mig og spurðu mig út í mitt líf.“ segir Rúrik sem er búsettur í Þýskalandi þar sem hann leikur með Sandhausen í þýsku b-deildinni.
Rúrik kom færandi hendi í þorpið með nokkra kassa af íþróttafatnaði sem á að gefa SOS fjölskyldunum á jólaskemmtun í þorpinu 6. desember n.k.
Framkvæmdastýra þorpsins segir að allir í þorpinu dýrki Rúrik eftir heimsóknina. „Við elskum hann og vorum mjög spennt yfir komu hans. Þetta var frábær stund fyrir okkur og hann kom með svo mikið af íþróttafötum.“
Hér má sjá svipmyndir frá heimsókninni.
Nýlegar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, skilaði áþreifanlegum árangri á fyrri hluta ársins. 39 þo...

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...