Fréttayfirlit 13. júní 2022

Rúrik í forsíðuviðtali nýjasta fréttablaðs SOS

Rúrik í forsíðuviðtali nýjasta fréttablaðs SOS


Nýtt fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi kom út í júní og sem fyrr má í því finna fræðandi umfjöllun um starfsemi SOS. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Rúrik Gíslason velgjörðasendiherra SOS sem heimsótti styrktarbarn sitt til Malaví fyrr á árinu.

Í blaðinu má einnig lesa viðtal okkar við SOS mömmu í barnaþorpi í Eþíópíu sem hefur alið upp 15 börn, fimm barna einstæða móður í fjölskyldueflingu SOS í Malaví sem getur nú séð fyrir fjölskyldunni eftir að hafa fengið saumavél, ungmenni í Sómalílandi sem nutu góðs af atvinnuhjálp SOS og ýmislegt fleira.

Fréttablað SOS er hægt að lesa rafrænt hér á heimasíðu okkar.

Hægt er að lesa öll fréttablöð SOS rafrænt hér á þessu svæði á sos.is

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...