Fréttayfirlit 13. júní 2022

Rúrik í forsíðuviðtali nýjasta fréttablaðs SOS

Rúrik í forsíðuviðtali nýjasta fréttablaðs SOS

Nýtt fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi kom út í júní og sem fyrr má í því finna fræðandi umfjöllun um starfsemi SOS. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Rúrik Gíslason velgjörðasendiherra SOS sem heimsótti styrktarbarn sitt til Malaví fyrr á árinu.

Í blaðinu má einnig lesa viðtal okkar við SOS mömmu í barnaþorpi í Eþíópíu sem hefur alið upp 15 börn, fimm barna einstæða móður í fjölskyldueflingu SOS í Malaví sem getur nú séð fyrir fjölskyldunni eftir að hafa fengið saumavél, ungmenni í Sómalílandi sem nutu góðs af atvinnuhjálp SOS og ýmislegt fleira.

Fréttablað SOS er hægt að lesa rafrænt hér á heimasíðu okkar.

Hægt er að lesa öll fréttablöð SOS rafrænt hér á þessu svæði á sos.is

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.