Ruglingsleg jólabréf
Starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi hefur að undanförnu fengið nokkrar fyrirspurnir frá styrktarforeldrum um jólabréfin sem bárust nú í desember eða janúar. Sum bréfanna þykja heldur ruglingsleg og einhverjum styrktarforeldrum finnst ekki mikið skrifað um styrktarbörnin.
Starfsfólki SOS á Íslandi þykir afar leiðinlegt ef bréfin frá barnaþorpunum standa ekki undir væntingum. Á síðasta ári var ákveðið að breyta formi jólabréfanna með þeim tilgangi að bæta bréfin og halda styrktarforeldrunum upplýstari. Óskað var eftir því að öll barnaþorpin breyttu sínum verkferlum en svo virðist sem einhver þorp hafi ekki náð að breyta sínum ferlum að fullu.
Ef styrktarforeldrum finnast bréfin frá barnaþorpunum ruglingsleg eða ekki nægilega skiljanleg er skýringin líklegast þessi breyting á verkferlum, sem því miður hefur ekki tekist fullkomlega. Við hvetjum ykkur þó að hafa samband við skrifstofu SOS Barnaþorpanna í síma 564-2910 ef frekari útskýringa er þörf.
Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.