Röng dagsetning á kröfu í heimabanka

Þau mistök voru gerð í dag, miðvikudag 20. janúar, að mánaðarlegum styrktaraðilum SOS var send krafa í heimabanka með rangri dagsetningu. Krafan á að vera fyrir febrúar 2021 en birtist sem krafa fyrir janúar 2021. Við viljum taka skýrt fram að þessi krafa er fyrir febrúar 2021 með eindaga 15. febrúar.
Engir dráttarvextir reiknast á þessa kröfu og er óþarfi að greiða hana fyrr en í febrúar. Rétt dagsetning verður uppfærð á heimabankakröfunni.
Afsakaðu þessi mistök og takk fyrir skilninginn.
Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...