Röng dagsetning á kröfu í heimabanka

Þau mistök voru gerð í dag, miðvikudag 20. janúar, að mánaðarlegum styrktaraðilum SOS var send krafa í heimabanka með rangri dagsetningu. Krafan á að vera fyrir febrúar 2021 en birtist sem krafa fyrir janúar 2021. Við viljum taka skýrt fram að þessi krafa er fyrir febrúar 2021 með eindaga 15. febrúar.
Engir dráttarvextir reiknast á þessa kröfu og er óþarfi að greiða hana fyrr en í febrúar. Rétt dagsetning verður uppfærð á heimabankakröfunni.
Afsakaðu þessi mistök og takk fyrir skilninginn.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.