Röng dagsetning á kröfu í heimabanka

Þau mistök voru gerð í dag, miðvikudag 20. janúar, að mánaðarlegum styrktaraðilum SOS var send krafa í heimabanka með rangri dagsetningu. Krafan á að vera fyrir febrúar 2021 en birtist sem krafa fyrir janúar 2021. Við viljum taka skýrt fram að þessi krafa er fyrir febrúar 2021 með eindaga 15. febrúar.
Engir dráttarvextir reiknast á þessa kröfu og er óþarfi að greiða hana fyrr en í febrúar. Rétt dagsetning verður uppfærð á heimabankakröfunni.
Afsakaðu þessi mistök og takk fyrir skilninginn.
Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.