Rakel Lind ráðin fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS
Rakel Lind Hauksdóttir hefur verið ráðin fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Rakel er fædd árið 1982, hún er viðskiptafræðingur að mennt og lýkur ML-prófi í lögfræði um áramótin. Hún hefur starfað hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) frá árinu 2007, nú síðast sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra og sérfræðingur á fjárreiðusviði. Rakel hefur einnig starfað fyrir endurskoðunarnefnd LSR og á réttindasviði sjóðsins.
„Það er afar ánægjulegt að bætast í hóp starfsmanna SOS Barnaþorpanna á Íslandi og fá tækifæri til þess að taka þátt í því öfluga starfi sem þar er unnið. Ég er spennt að koma til starfa og hlakka til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem bíða mín þar,“ segir Rakel.
26 umsóknir bárust um starfið frá mörgum mjög frambærilegum einstaklingum sem erfitt var að velja úr og þakka SOS Barnaþorpin öllum sem sýndu áhuga. Rakel hefur störf hjá okkur á nýju ári og tekur þá við af Þorsteini Arnórssyni sem skiptir um starfsvettvang.
Nýlegar fréttir
Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...