SOS barnaþorpið í Rafah ekki lengur öruggt og flutningur undirbúinn

Ástandið í SOS barnaþorpinu í borginni Rafah í Palestínu verður sífellt viðkvæmara og er nú ekki lengur talið öruggt. Ísraelsher hefur hafið árásir á borgina og undirbýr rýmingaráætlanir fyrir almenna borgara vegna yfirvofandi frekari árása. Þetta hefur bein áhrif á starfsemina í SOS barnaþorpinu í Rafah þar sem búa núna 76 börn og ungmenni auk starfsfólks.
Starfsfólk SOS á Gaza undirbýr mögulegan flutning án þess að fyrir liggi hentugur áfangastaður. Enginn þeirra staða sem skoðaðir hafa verið uppfyllir lágmarkskröfur til öryggis og barnaverndar. Það virðist komið að ögurstundu og ljóst er að starfsfólk okkar stendur stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Það er nú með aðstoð alþjóðaskrifstofu SOS að kanna alla mögulega staði til að flytja starfsemina á.

SOS Barnaþorpin hafa starfað fyrir fylgdarlaus börn og fátækar barnafjölskyldur í Palestínu síðan 1968. Starfsfólk okkar þar þekkir því aðstæður vel og þarna eru allir helstu innviðir til staðar fyrir heilbrigt uppeldi barna. Þessu er nú teflt í hættu en SOS Barnaþorpin gera allt sem í valdi stamtakanna stendur til að tryggja öryggi barnanna.
95 Íslendingar styrkja börnin í SOS barnaþorpinu í Rafah sem SOS-foreldrar, mánaðarlegir styrktaraðilar. Við birtum frekari upplýsingar hér á heimasíðunni þegar þær berast frá okkar fólki í Palestínu eða á alþjóðaskrifstofu SOS í Austurríki.
SOS Barnaþorpin á Íslandi minna jafnframt á að neyðarsöfnun stendur yfir vegna aðgerða SOS í Palestínu.

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.