Fréttayfirlit 21. apríl 2017

Prinsessa í heimsókn



Í mars fengu tvö SOS Barnaþorp í Marokkó góða heimsókn þegar Salimah Aga Khan leit við. Salimah er marokkósk prinsessa og alþjóðlegur sendiherra SOS Barnaþorpanna en í dag er hún skilin við prinsinn og býr í London.

Salimah dvaldi í viku í barnaþorpunum tveimur, annars vegar í El Jadida og hins vegar í Marrakech, en hún hefur áður heimsókn nokkur þorp um heim allan.

Princess-Salimah-Aît-Ourir.jpgÁsamt því að fara í barnaþorpin og hitta fjölskyldurnar þar skoðaði hún fjölskyldueflingarverkefni samtakanna og ungmennaheimili. Börnin voru mjög spennt að hitta Salimah en Chama, sex ára stúlka sem býr í SOS Barnaþorpinu í El Jadida var ekki alveg að trúa því að um væri að ræða raunverulega prinsessu. „Ef þú ert í alvörunni prinsessa, hvar er þá kórónan þín?“ spurði hún Salimah.

Starfsfólk SOS var mjög ánægt með heimsóknina. „Prinsessan hefur stutt samtökin í áraraðir og verið stór partur í því hversu þekkt samtökin eru í Marokkó,“ segir Béatrice Beloubad, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Marokkó. „Við erum henni afar þakklát.“

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...