Fréttayfirlit 21. apríl 2017

Prinsessa í heimsókn



Í mars fengu tvö SOS Barnaþorp í Marokkó góða heimsókn þegar Salimah Aga Khan leit við. Salimah er marokkósk prinsessa og alþjóðlegur sendiherra SOS Barnaþorpanna en í dag er hún skilin við prinsinn og býr í London.

Salimah dvaldi í viku í barnaþorpunum tveimur, annars vegar í El Jadida og hins vegar í Marrakech, en hún hefur áður heimsókn nokkur þorp um heim allan.

Princess-Salimah-Aît-Ourir.jpgÁsamt því að fara í barnaþorpin og hitta fjölskyldurnar þar skoðaði hún fjölskyldueflingarverkefni samtakanna og ungmennaheimili. Börnin voru mjög spennt að hitta Salimah en Chama, sex ára stúlka sem býr í SOS Barnaþorpinu í El Jadida var ekki alveg að trúa því að um væri að ræða raunverulega prinsessu. „Ef þú ert í alvörunni prinsessa, hvar er þá kórónan þín?“ spurði hún Salimah.

Starfsfólk SOS var mjög ánægt með heimsóknina. „Prinsessan hefur stutt samtökin í áraraðir og verið stór partur í því hversu þekkt samtökin eru í Marokkó,“ segir Béatrice Beloubad, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Marokkó. „Við erum henni afar þakklát.“

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.