Peningagjöf til barns
Styrktarforeldrar eiga möguleika á því að gefa styrktarbarni sínu peningagjöf inn á framtíðarreikning og hafa margir nýtt þann möguleika um jólin.
Um er að ræða sérstakan gjafareikning SOS Barnaþorpanna á Íslandi en styrktarforeldrar ráða sjálfir upphæðinni hverju sinni. Þær peningagjafir sem greiddar eru inn á þennan reikning fara óskiptar til viðkomandi barns. Upphæðin er svo lögð inn á framtíðarreikning barnsins í viðkomandi landi og fær barnið svo peninginn þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum.
Peningagjöf inn á framtíðarreikning er frábær leið til að auka möguleika barnsins enn frekar í framtíðinni en til að mynda er algengt að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi.
Ef styrktarforeldrar vilja gefa styrktarbarninu sínu peningagjöf, eru þeir beðnir um að leggja inn á reikning: 0334-26-51092, kennitala: 500289-2529. Einnig er hægt að gefa peningagjöf inn á minarsidur.sos.is. Mikilvægt er að kennitala styrktarforeldris komi fram svo rétt barn fái gjöfina.
Nýlegar fréttir
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...