Peningagjöf í jólagjöf
Styrktarforeldrar eiga möguleika á því að gefa styrktarbarni sínu peningagjöf inn á framtíðarreikning og hafa margir nýtt þann möguleika um jólin.
Um er að ræða sérstakan gjafareikning SOS Barnaþorpanna á Íslandi en styrktarforeldrar ráða sjálfir upphæðinni hverju sinni. Þær peningagjafir sem greiddar eru inn á þennan reikning fara óskiptar til viðkomandi barns. Upphæðin er svo lögð inn á framtíðarreikning í viðkomandi landi á nafni barnsins og fær barnið svo peninginn þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum.
Þegar styrktarbarni er gefin peningagjöf fær styrktarforeldri sent þakkarbréf frá skrifstofu SOS Barnaþorpanna á Íslandi þar sem staðfest er að gjöfin hafi borist.
Um er að ræða frábæra leið til að auka möguleika barnsins þíns enn frekar í framtíðinni en til að mynda er algengt að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi.
Ef styrktarforeldrar vilja gefa styrktarbarninu sínu peningagjöf, eru þeir beðnir um að leggja inn á reikning: 0334-26-51092, kennitala: 500289-2529. Einnig er hægt að gefa peningagjöf inn á minarsidur.sos.is. Mikilvægt er að kennitala styrktarforeldris komi fram svo rétt barn fái gjöfina.
Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.