Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Þessar peningagjafir hafa alltaf runnið óskiptar til barnanna og enginn umsýslukostnaður dregist frá. Þetta hafa fjölmargir SOS foreldrar á Íslandi nýtt sér síðustu áratugi og í raun stendur Ísland einna fremst í flokki meðal aðildarlanda SOS þegar kemur að peningagjöfum til barnanna.
Nú ríkir óvissa með framtíð slíkra gjafa til barnanna og hafa nokkur aðildarlönd SOS Barnaþorpanna neyðst til að hætta að taka við slíkum greiðslum. Regluverkið og umsýsla í kringum þessar gjafir hefur þyngst mjög í mörgum löndum og í ákveðnum tilvikum er slíkt fyrirkomulag beinlínis ekki í samræmi við landslög.
Eftirfarandi lönd eru hætt að taka við peningagjöfum til styrktarbarna
- Tíbet
- Grikkland
- Ungverjaland
- Mongólía
Nú um áramótin bætast eftirfarandi hópinn og hætta að taka við peningagjöfum til styrktarbarna
- Ísrael
- Kína
- Kongó
- Litháen
- Marokkó
- Mið-Afríkulýðveldið
- Súdan
- Sýrland
- Túnis
- Kasakstan
- Lettland
Áfram verður hægt að gefa peningagjafir til barnaþorpanna. Breytingin á aðeins við beinar peningagjafir til einstaklinga, þ.e.a.s. til barnanna.
Þessar breytingar hafa að öðru leyti engin áhrif á styrktarbörnin eða stuðning SOS foreldra við þau. Velferð barnanna og framfærsla eru áfram tryggð, þökk sé stuðningi SOS foreldra. Þau börn sem eiga inni uppsafnaðar peningagjafir í löndum sem hætta að taka við slíkum gjöfum, fá sjóðinn að sjálfsögðu greiddan út þegar þau flytja á brott og fara að standa á eigin fótum.
SOS foreldrar geta áfram gefið peningagjafir til styrktarbarna sinna í öðrum löndum þar til annað verður ákveðið. Verði breytingar þar á munum við að sjálfsögðu tilkynna SOS foreldrum það í tölvupósti og á Mínum síðum hér á vefsíðunni okkar.
Nýlegar fréttir
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...