Fréttayfirlit 27. mars 2019

Óskum eftir þorpsvinum fyrir Mósambík



Sérstök þörf er nú á stuðningi „Þorpsvina“ við nokkur SOS-barnaþorp og má þar meðal annars nefna barnaþorpið í Beira í Mósambík þar sem fellibylur gekk yfir í síðustu viku. Einhverjar skemmdir urðu á húsum í þorpinu en það sem mestu máli skiptur er að öll börnin og starfsfólk sluppu ómeidd. Hins vegar hafa afleiðingar af hamförunum orðið þær að skortur er á hreinu vatni og smitsjúkdómar eins og Malaría og Kólera eru að verða stórt vandamál.

Við hvetjum ykkur sem getið til að ganga til liðs við okkur og gerast SOS barnaþorpsvinir. Það er hægt að gera á einfaldan hátt hér á heimasíðu okkar.

Yfir 600 Íslendingar eru þorpsvinir

Sem SOS-barnaþorpsvinur styrkir þú eitt ákveðið barnaþorp með mánaðarlegu framlagi sem nemur 3.400 krónum. Þetta gera yfir 600 Íslendingar í dag og erum við ykkur einstaklega þakklát. Tvisvar á ári færðu senda skýrslu um lífið í barnaþorpinu þínu og helstu viðburði sem þar hafa átt sér stað. Framlag þitt fer í að greiða ýmsan kostnað við daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa.

Þorpsvinir geta valið sér svæði fyrir „sitt þorp“ og í því samhengi viljum við líka benda á að þörf er á stuðningi við þorp í fleiri löndum eins og Haítí, Sómalíu, Palestínu, Dóminíska lýðveldinu, Sýrlandi, Eþíópíu, Albaníu og Bólivíu.

572 SOS barnaþorp eru í heiminum og í þeim búa um 90 þúsund börn sem hafa misst foreldraumsjón. Í þorpunum fá þessi umkomulausu börn fjölskyldu á ástríku heimili, þau ganga í skóla og fá öllum grunnþörfum sínum mætt.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...