Opnun sjötta SOS Barnaþorpsins í Kambódíu
Sjötta SOS Barnaþorpið í Kambódíu var opnað með pompi og prakt í Kampot þann 5. mars síðastliðinn. Kambódíski forsætisráðherrann var viðstaddur athöfnina ásamt fjögur þúsund öðrum gestum. Forsætisráðherrann er dyggur stuðningsaðili SOS og hefur heimsótt öll verkefni samtakanna í landinu.
Alþjóðaforseti SOS Barnaþorpanna, Siddartha Kaul, var einnig viðstaddur opnunina. Hann þakkaði yfirvöldum í Kambódíu fyrir stuðninginn. „Stuðningur við börn sem eiga enga að er afar mikilvægur. Við verðum að vernda þau börn. Það er okkar hlutverk sem fullorðið fólk að sjá til þess að litlu einstaklingarnir alist upp við öryggi og sjái framtíðina bjarta,“ sagði Kaul.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...