Fréttayfirlit 17. mars 2016

Opnun sjötta SOS Barnaþorpsins í Kambódíu



Sjötta SOS Barnaþorpið í Kambódíu var opnað með pompi og prakt í Kampot þann 5. mars síðastliðinn.  Kambódíski forsætisráðherrann var viðstaddur athöfnina ásamt fjögur þúsund öðrum gestum. Forsætisráðherrann er dyggur stuðningsaðili SOS og hefur heimsótt öll verkefni samtakanna í landinu.

Alþjóðaforseti SOS Barnaþorpanna, Siddartha Kaul, var einnig viðstaddur opnunina. Hann þakkaði yfirvöldum í Kambódíu fyrir stuðninginn. „Stuðningur við börn sem eiga enga að er afar mikilvægur. Við verðum að vernda þau börn. Það er okkar hlutverk sem fullorðið fólk að sjá til þess að litlu einstaklingarnir alist upp við öryggi og sjái framtíðina bjarta,“ sagði Kaul.

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...