Opnuðu útisnyrtistofu og söfnuðu fyrir SOS
Við fengum heldur betur ánægjulega heimsókn á skrifstofuna okkar í gær. Hingað komu tvær 6 ára dömur, Hildur og Antonía, með 5.500 krónur sem þær söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin. Þær settu á laggirnar snyrtistofu úti í garði heima hjá annarri þeirra í Hlíðahverfinu í Reykjavík og máluðu og naglalökkuðu konur í hverfinu sem greiddu 500 krónur fyrir snyrtinguna.
„Við bönkuðum upp á hjá fólki, sögðum að við hefðum verið að opna snyrtistofu og spurðum hvort þau vildu koma," sagði Antonía sem hefur þó ekki sett stefnuna á snyrtifræði í framtíðinni. „Ég ætla að verða atvinnumaður í fótbolta og hárgreiðslukona. Eða flugmaður eins og pabbi."
Við þökkum hinum hugmyndaríku Hildi og Antoníu kærlega fyrir að hugsa svona hlýtt til barna í erfiðum aðstæðum úti í heimi. Framlagi þeirra verður varið í Fjölskyldueflingu SOS á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu sem Fjölskylduvinir SOS á Íslandi fjármagna.
Nýlegar fréttir

Rúrik afhenti SOS 1,7 milljónir króna
Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, afhenti samtökunum styrk að upphæð 1,7 milljónir króna í dag á Kjarvalsstöðum. Fjárhæðin er ágóði af sölu á SOS góðgerðarbolnum sem var...

Ákváðu að erfa SOS eftir heimsókn í barnaþorp
Dönsku hjónin Irene og Hans Jørgen Jørgensen hafa ákveðið að ánafna SOS Barnaþorpunum hluta af arfi sínum eftir sinn dag. Þau tóku þessa ákvörðun eftir að hafa heimsótt styrktarbarn sitt í barnaþorp o...