Öðruvísi jóladagatal
Í desember bjóða SOS Barnaþorpin nemendum í 1. – 7. bekk grunnskóla að taka þátt í verkefninu Öðruvísi jóladagatal en þetta er í annað sinn sem verkefnið fer fram.
Öðruvísi jóladagatal færir athyglina frá því að þiggja yfir í að gefa en nemendur horfa á eitt stutt myndband á dag, dagana 4.- 15. desember, þar sem þeir kynnast lífi barna frá ýmsum löndum. Með myndböndunum fylgja upplýsingar fyrir kennara og hugmyndir að umræðuspurningum.
Dagatal með gluggum fyrir hvern skóladag, ásamt öllu efni sem til þarf til framkvæmdar á verkefninu, mun vera aðgengilegt á heimasíðu SOS Barnaþorpanna en ekki er ætlast til að kennarar eyði miklum tíma í undirbúning.
Á fyrsta degi verkefnisins fá nemendur ómerkt umslag og bréf til foreldra með sér heim sem SOS Barnaþorpin útvega. Hugmyndin með Öðruvísi jóladagatali er sú að nemendurnir aðstoði heima fyrir á meðan að verkefnið fer fram, til dæmis með því að taka af matarborðinu, teikna mynd fyrir ömmu, taka til í herberginu sínu eða fara út með hundinn. Fyrir þessi viðvik fá nemendur vasapening frá foreldrum eða forráðamönnum. Vasapeninginn setja þeir í umslagið, og nýtast fjármunirnir í að aðstoða börn líkt og þau hafa heyrt um í gegnum jóladagatalið. Öll framlög sem safnast í ár munu fara til SOS Fjölskyldueflingar í Kósóvó en þar fá fátækar barnafjölskyldur aðstoð til sjálfshjálpar.
Vill þinn bekkur/skóli vera með í Öðruvísi jóladagatali? Skráning fer fram á netfanginu sunna@sos.is
Nýlegar fréttir
 
        Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
 
        39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...