Fréttayfirlit 5. desember 2016

Öðruvísi jóladagatal



Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna hófst í dag þegar um það bil eitt þúsund grunnskólanemendur víðsvegar um landið opnuðu fyrsta gluggann í dagatalinu. Um er að ræða verkefni að norskri fyrirmynd en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir grunnskólanemendur taka þátt.

Á hverjum skóladegi frá 5. til 16. desember opna nemendurnir nýjan glugga og sjá myndband um börn í mismunandi heimshlutum sem öll eiga það sameiginlegt að fá aðstoð frá SOS Barnaþorpunum á einhvern hátt. Á sama tíma og nemendur fá innsýn í aðstæður barna í öðrum löndum læra þeir að jólatíminn snýst ekki síður um að gefa en að þiggja.

Nemendur geta unnið létt heimilisverk heima við og unnið sér þannig inn smá aur sem rennur til SOS Barnaþorpanna. Öll framlög sem safnast í ár munu renna til SOS Barnaþorpsins í Kigali, Rúanda, þar sem er pláss fyrir 150 börn sem ekki hafa í önnur hús að vernda. Að auki eru þar grunnskóli, leikskóli og verkmenntaskóli, þar sem alls 970 nemendur geta sótt menntun.

SOS Barnaþorpin gefa munaðarlausum og yfirgefnum börnum um allan heim öruggt heimili en samtökin starfa í 134 löndum óháð trúarbrögðum.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...