Fréttayfirlit 19. maí 2022

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjósa félagsmenn nú stjórn samtakanna.

Engar breytingar urðu á stjórn SOS. Kjörtímabili stjórnarformannsins Kristjáns Þ. Davíðssonar lauk formlega á aðalfundinum og bauð hann sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Eitt mótframboð barst og hlaut Kristján yfirburðarkosningu til næstu þriggja ára. Formaður stjórnar verður kosinn á næstu dögum. Auk Kristjáns í stjórn SOS eru Ólafur Örn Ingólfsson og María F. Rúriksdóttir.

Kjörtímabili beggja varamanna stjórnarinnar lauk einnig formlega á fundinum og buðu báðir sig fram til áframhaldandi varamennsku. Hildur Hörn Daðadóttir var kosin til tveggja ára og Ingibjörg Elísabet Garðarsdóttir til eins árs.

Tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör

Samþykktar voru breytingar á samþykktum félagsins og má þar helst nefna að stofnuð verður tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Tekin var ákvörðun um óbreytt árlegt félagsgjald, 2.500 krónur. Allir virkir mánaðarlegir styrktaraðilar SOS á Íslandi geta orðið félagar í samtökunum.

Ársreikningur 2021 var samþykktur og ársskýrsla kynnt.

Nýlegar fréttir

Tímabundin stytting á opnunartíma skrifstofu
27. jún. 2022 Almennar fréttir

Tímabundin stytting á opnunartíma skrifstofu

Vegna sumarleyfa lokar skrifstofan okkar klukkan 13:00 þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag 28.-30. júní og klukkan 12:00 föstudaginn 1. júlí. Við minnum á tölvupóstfangið sos@sos.is og er öllum erindum...

68.000 börn og ungmenni á framfæri SOS Barnaþorpanna
23. jún. 2022 Almennar fréttir

68.000 börn og ungmenni á framfæri SOS Barnaþorpanna

Börnum og ungmennum á framfæri SOS Barnaþorpanna fjölgaði um 4% á árinu 2021 frá árinu áður og eru nú um 68 þúsund í beinni umsjá samtakanna um allan heim. SOS hjálpaði alls 1,28 milljónum einstakling...