Fréttayfirlit 19. maí 2022

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjósa félagsmenn nú stjórn samtakanna.

Engar breytingar urðu á stjórn SOS. Kjörtímabili stjórnarformannsins Kristjáns Þ. Davíðssonar lauk formlega á aðalfundinum og bauð hann sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Eitt mótframboð barst og hlaut Kristján yfirburðarkosningu til næstu þriggja ára. Formaður stjórnar verður kosinn á næstu dögum. Auk Kristjáns í stjórn SOS eru Ólafur Örn Ingólfsson og María F. Rúriksdóttir.

Kjörtímabili beggja varamanna stjórnarinnar lauk einnig formlega á fundinum og buðu báðir sig fram til áframhaldandi varamennsku. Hildur Hörn Daðadóttir var kosin til tveggja ára og Ingibjörg Elísabet Garðarsdóttir til eins árs.

Tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör

Samþykktar voru breytingar á samþykktum félagsins og má þar helst nefna að stofnuð verður tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Tekin var ákvörðun um óbreytt árlegt félagsgjald, 2.500 krónur. Allir virkir mánaðarlegir styrktaraðilar SOS á Íslandi geta orðið félagar í samtökunum.

Ársreikningur 2021 var samþykktur og ársskýrsla kynnt.

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...