Nýtt SOS jólakort frá Elsu Nielsen komið í sölu
Nýtt jólakort eftir Elsu Nielsen er nú komið í sölu hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Nýja kortið, Jólaköngull, er það fjórða í jólakortaseríu sem Elsa hannaði fyrir SOS og gaf. Jólakort Elsu hafa svo sannarlega fallið vel í kramið hjá styrktaraðilum SOS undanfarin ár. Fyrri kortin seldust öll upp en tvö þeirra eru nú fáanleg aftur.
Jólakortin eru til sölu í vefverslun SOS og á skrifstofunni, Hamraborg 1 í Kópavogi. Þau eru seld 10 saman í pakka, nýja kortið á kr. 3.500.- en eldri kortin á kr. 3.000.- Áfram verður í boði að kaupa stök kort á skrifstofu SOS í Hamraborg 1. Nýjasta kort Elsu kostar kr 500.- stakt og eldri kortin 400 krónur.
Jólakort Elsu hafa svo sannarlega slegið í gegn hjá styrktaraðilum SOS undanfarin ár.
Elsa er Íslendingum að góðu kunn, bæði fyrir íþróttaafrek og listsköpun. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og keppti á tvennum Ólympíuleikum, 1992 og 1996. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður árið 1999 og hefur hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir sín störf. Hún var m.a. útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2016.
Listafólk hefur um árabil sérhannað jólakort fyrir SOS Barnaþorpin á Íslandi og er sala á kortunum liður í fjáröflun samtakanna. Í vefverslun SOS er að finna fleiri kort og annan varning til ýmissa gjafatilefna.
Nýlegar fréttir
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...
Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...