Fréttayfirlit 14. nóvember 2022

Nýtt SOS jólakort frá Elsu Nielsen komið í sölu

Nýtt SOS jólakort frá Elsu Nielsen komið í sölu

Nýtt jóla­kort eft­ir Elsu Niel­sen er nú kom­ið í sölu hjá SOS Barna­þorp­un­um á Ís­landi. Nýja kort­ið, Jólaköngull, er það fjórða í jóla­kortaseríu sem Elsa hann­aði fyr­ir SOS og gaf. Jólakort Elsu hafa svo sannarlega fallið vel í kramið hjá styrktaraðilum SOS undanfarin ár. Fyrri kortin seldust öll upp en tvö þeirra eru nú fáanleg aftur.

Jóla­kort­in eru til sölu í vef­versl­un SOS og á skrif­stof­unni, Hamra­borg 1 í Kópa­vogi. Þau eru seld 10 sam­an í pakka, nýja kortið á kr. 3.500.- en eldri kortin á kr. 3.000.- Áfram verður í boði að kaupa stök kort á skrifstofu SOS í Hamraborg 1. Nýjasta kort Elsu kostar kr 500.- stakt og eldri kortin 400 krónur.

Jólakort Elsu hafa svo sannarlega slegið í gegn hjá styrktaraðilum SOS undanfarin ár. Jólakort Elsu hafa svo sannarlega slegið í gegn hjá styrktaraðilum SOS undanfarin ár.

Elsa er Ís­lend­ing­um að góðu kunn, bæði fyrir íþróttaafrek og listsköpun. Hún er marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í badm­int­on og keppti á tvenn­um Ólymp­íu­leik­um, 1992 og 1996. Hún út­skrif­að­ist frá Lista­há­skóla Ís­lands sem graf­ísk­ur hönn­uð­ur árið 1999 og hef­ur hlot­ið fjölda til­nefn­inga og við­ur­kenn­inga fyr­ir sín störf. Hún var m.a. út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Seltjarn­ar­ness árið 2016.

Lista­fólk hef­ur um ára­bil sér­hann­að jóla­kort fyr­ir SOS Barna­þorp­in á Ís­landi og er sala á kort­un­um lið­ur í fjár­öfl­un sam­tak­anna. Í vefverslun SOS er að finna fleiri kort og annan varning til ýmissa gjafatilefna.

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.