Fréttayfirlit 15. desember 2025

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað komið út


Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar.

FLETTU SOS BLAÐINU RAFRÆNT HÉR

Þegar Ambika var lítil bárust henni reglulega póstkort frá Íslandi – frá SOS foreldrinu Hafdísi sem var að styrkja hana. Póstkortin sýndu norðurljósin og kveiktu draum um Ísland sem lifði í hjarta hennar. Áratugum síðar ákvað Ambika að leita að Hafdísi sem fannst að lokum með aðstoð almennings á Íslandi. Ambika segir hér frá leitinni að Hafdísi, hvernig var að alast upp í barnaþorpi og áskorunum sem styrktu hana fyrir fullorðinsárin.

Forsíða SOS blaðsins 2025 Forsíða SOS blaðsins 2025

Í blaðinu er einnig viðtal við hjónin Aloys og Annonciatha í Rúanda sem brutust út úr sárafátækt í fjölskyldueflingu SOS sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi.

Í blaðinu er einnig heildarlisti yfir dreifingu framlaga íslenskra SOS foreldra á árinu 2024. Þar sést að hæsta fjárhæðin fer til Indlands en næst koma Eþíópía, Búrúndí, Malí og Nepal. SOS á Íslandi sendi samtals um 396,6 milljónir króna úr landi til framfærslu barna í barnaþorpum í 106 löndum á árinu 2024. Í lok þess árs voru styrktarbörn íslenskra SOS foreldra alls 9.609 talsins.

Prentað eintak af blaðinu má nálgast á skrifstofu okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi auk þess sem allir nýir SOS foreldrar fá það sent í upplýsingamöppu.

Nýlegar fréttir

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu
8. des. 2025 Almennar fréttir

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu

SOS Barnaþorpin á Íslandi koma að fjármögnun á nýju verkefni í Eþíópíu sem miðar að endurreisn og mannúðaraðstoð í samfélögum sem eru að fást við afleiðingar hernaðarátaka. Verkefninu er ætlað að ná t...

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus
2. des. 2025 Erfðagjafir

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um a...