Fréttayfirlit 15. desember 2025

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað komið út


Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar.

FLETTU SOS BLAÐINU RAFRÆNT HÉR

Þegar Ambika var lítil bárust henni reglulega póstkort frá Íslandi – frá SOS foreldrinu Hafdísi sem var að styrkja hana. Póstkortin sýndu norðurljósin og kveiktu draum um Ísland sem lifði í hjarta hennar. Áratugum síðar ákvað Ambika að leita að Hafdísi sem fannst að lokum með aðstoð almennings á Íslandi. Ambika segir hér frá leitinni að Hafdísi, hvernig var að alast upp í barnaþorpi og áskorunum sem styrktu hana fyrir fullorðinsárin.

Forsíða SOS blaðsins 2025 Forsíða SOS blaðsins 2025

Í blaðinu er einnig viðtal við hjónin Aloys og Annonciatha í Rúanda sem brutust út úr sárafátækt í fjölskyldueflingu SOS sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi.

Í blaðinu er einnig heildarlisti yfir dreifingu framlaga íslenskra SOS foreldra á árinu 2024. Þar sést að hæsta fjárhæðin fer til Indlands en næst koma Eþíópía, Búrúndí, Malí og Nepal. SOS á Íslandi sendi samtals um 396,6 milljónir króna úr landi til framfærslu barna í barnaþorpum í 106 löndum á árinu 2024. Í lok þess árs voru styrktarbörn íslenskra SOS foreldra alls 9.609 talsins.

Prentað eintak af blaðinu má nálgast á skrifstofu okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi auk þess sem allir nýir SOS foreldrar fá það sent í upplýsingamöppu.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu
8. des. 2025 Almennar fréttir

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu

SOS Barnaþorpin á Íslandi koma að fjármögnun á nýju verkefni í Eþíópíu sem miðar að endurreisn og mannúðaraðstoð í samfélögum sem eru að fást við afleiðingar hernaðarátaka. Verkefninu er ætlað að ná t...