Nýtt SOS Barnaþorp í Damaskus
Börnin sem eignast heimili í nýja þorpinu eru á öllum aldri en eiga það sameiginlegt að hafa upplifað hörmungar síðustu ár. Börn sem búa við stríðsástand glíma oft við kvíðaraskanir og þunglyndi og því er mikilvægt að þau fái aðstoð við hæfi í barnaþorpinu.
SOS Barnaþorpin eru sem stendur einu hjálparsamtökin í landinu sem gefa munaðarlausum og yfirgefnum börnum, ný heimili og fjölskyldu. Samtökin sinna einnig neyðaraðstoð í Sýrlandi og er áherslan lögð á aðstoð við börn.
SOS Barnaþorpin á Íslandi bjóða nú áhugasömum að gerast Barnaþorpsvinir SOS í Aleppo og Damaskus í Sýrlandi. Mánaðarlegt framlag nýtist þannig til að mæta þörfum og tryggja velferð þeirra barna sem SOS Barnaþorpin hafa tekið að sér í Sýrlandi. Stuðningur Barnaþorpsvina fer í að greiða uppihald, öryggi og velferð barnanna án þess að stuðningurinn sé tengdur við ákveðið barn.
Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.