Fréttayfirlit 17. nóvember 2020

Nýtt jólakort komið í sölu

Nýtt jólakort komið í sölu


Nýtt jólakort eftir Elsu Nielsen er komið í sölu hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Elsa hannaði einnig jólakort SOS á síðasta ári og þá seldust kortin upp á skömmum tíma. Annað upplag hefur nú verið prentað og er til sölu ásamt nýja kortinu og eldri jólakortum í vefverslun SOS og á skrifstofunni, Hamraborg 1 í Kópavogi. Verð á öllum kortum hefur verið lækkað fyrir þessi jól.

Elsa er Íslendingum að góðu kunn. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í badminton og keppti á tvennum Ólympíuleikum, 1992 og 1996. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður árið 1999 og hefur hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir sín störf. Hún var m.a. útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2016.

Listafólk á Íslandi hefur um árabil sérhannað jólakort fyrir SOS á Íslandi og er sala á jólakortum liður í fjáröflun samtakanna. 

SOS Barnaþorpin eru alþjóðleg barnahjálparsamtök sem hafa í 70 ár veitt yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst og hjálpa jafnframt ósjálfbjarga barnafjölskyldum að standa á eigin fótum.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...