Nýtt fréttablað SOS komið út
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, er í forsíðuviðtali í nýútkomnu fréttablaði SOS Barnaþorpanna sem er komið út. Einar hefur verið styrktarforeldri í 10 ár en segja má að hann hafi fengið styrktarbarn í jólagjöf frá fjölskyldunni sinni.
Í blaðinu er einnig saga af stúlku í Búrúndi sem flakkaði á milli heimila ung að aldri áður en hún eignaðist loks heimili í barnaþorpi. Sagt er frá árangursríkri byrjun á íslensku verkefni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Tógó, ítarleg úttekt á ástandinu í Afríku af völdum Covid-19 og hvernig faraldurinn hefur haft áhrif á fjölskyldur í fjölskyldueflingu sem SOS á Íslandi fjármagnar í Eþíópíu.
Þá er viðtal við fimm unga drengi í Stykkishólmi sem baka snúða og selja til styrktar SOS Barnaþorpunum, smásagan Flóttabangsinn og umfjöllun um Sólblómaleikskóla og Öðruvísi jóladagatal SOS.
Fréttablaðinu hefur verið dreift til styrktaraðila SOS á Íslandi en það er einnig hægt að nálgast rafrænt hér á heimasíðunni.
Nálgast má öll fréttablöð SOS rafrænt hér.
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...