Fréttayfirlit 24. nóvember 2015

Nýtt barnaþorp í Gvatemala



Nú standa yfir framkvæmdir við nýtt SOS Barnaþorp í Santa Cruz del Cuiche í Gvatemala. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa nú þegar sent 1,5 milljónir í verkefnið.

Í nýja þorpinu verða 12 fjölskylduhús og munu yfir 80 munaðarlaus og yfirgefin börn fá þar heimili, menntun og gott kærleiksríkt uppeldi.

Auk þess munu samtökin hjálpa fátækum fjölskyldum 600 barna í nágrenni barnaþorpsins. Við styðjum foreldrana til sjálfshjálpar svo þeir geti mætt þörfum barna sinna óstuddir í framtíðinni.

Þörfin er brýn í héraðinu:

81% íbúa búa við fátækt.

49% íbúa eru undir 14 ára aldri.

Svæðið varð illa úti í vopnuðum átökum sem stóðu yfir frá 1960 til 1996.

40% íbúa svæðisins eru ólæs.

Algengt er að börn á svæðinu þurfi að vinna fyrir sér.

Algengt er að ungar stúlkur (allt niður í 10 ára) séu seldar í hjónaband með körlum á fertugsaldri.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.