Fréttayfirlit 3. desember 2021

Nýja SOS-fréttablaðið er komið út

Nýja SOS-fréttablaðið er komið út


Nýtt fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi kom út nú í byrjun desember. Blaðinu er dreift til styrktaraðila og er jafnframt aðgengilegt rafrænt hér á heimasíðunni.

SJÁ ÖLL FRÉTTABLÖÐ SOS

Í blaðinu er viðtal við Sólveigu Guðmundsdóttur sem lét draum látins bróður síns rætast með því að styrkja tvö börn í SOS barnaþorpi. SOS sagan er af Kamölu sem bjó á götunni í höfuðborg Nepal þegar hún var þriggja ára. Hún flutti svo í SOS barnaþorp þar sem hún ólst upp og er í dag 27 ára hjúkrunarfræðingur.

Í blaðinu eru einnig frásagnir af SOS-foreldrum á Íslandi, nýjar fréttir af fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu, umfjöllun um fjármál SOS og ýmislegt annað úr starfi samtakanna.

Fréttablað SOS kemur núna út tvisvar á ári, í byrjun maí og byrjun desember.

Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.