Nýja SOS-fréttablaðið er komið út
Nýtt fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi kom út nú í byrjun desember. Blaðinu er dreift til styrktaraðila og er jafnframt aðgengilegt rafrænt hér á heimasíðunni.
Í blaðinu er viðtal við Sólveigu Guðmundsdóttur sem lét draum látins bróður síns rætast með því að styrkja tvö börn í SOS barnaþorpi. SOS sagan er af Kamölu sem bjó á götunni í höfuðborg Nepal þegar hún var þriggja ára. Hún flutti svo í SOS barnaþorp þar sem hún ólst upp og er í dag 27 ára hjúkrunarfræðingur.
Í blaðinu eru einnig frásagnir af SOS-foreldrum á Íslandi, nýjar fréttir af fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu, umfjöllun um fjármál SOS og ýmislegt annað úr starfi samtakanna.
Fréttablað SOS kemur núna út tvisvar á ári, í byrjun maí og byrjun desember.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...