Nýja jólakortið uppselt
Við viljum þakka styrktaraðilum innilega fyrir frábærar viðtökur við nýjasta jólakorti SOS Barnaþorpanna en það seldist upp nú fyrir helgi. Elsa Nielsen hannaði kortið en flest jólakort SOS eru hönnuð af íslensku listafólki. Þetta er í fyrsta sinn sem nýútgefið jólakort SOS selst strax upp.
Tilboð á 10 kortum saman hafa fallið vel í kramið hjá styrktaraðilum SOS fyrir þessi jól og það ber ekki á öðru en að hlýlegar og persónulegar jólakveðjur í jólakortum eigi enn upp á pallborðið hjá Íslendingum. Um leið og við þökkum fyrir fyrir þessar frábæru viðtökur minnum við á að fjöldi annarra jólakorta er enn til sölu í vefverslun okkar á sos.is
Nýlegar fréttir
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...