Nýja jólakortið uppselt
Við viljum þakka styrktaraðilum innilega fyrir frábærar viðtökur við nýjasta jólakorti SOS Barnaþorpanna en það seldist upp nú fyrir helgi. Elsa Nielsen hannaði kortið en flest jólakort SOS eru hönnuð af íslensku listafólki. Þetta er í fyrsta sinn sem nýútgefið jólakort SOS selst strax upp.
Tilboð á 10 kortum saman hafa fallið vel í kramið hjá styrktaraðilum SOS fyrir þessi jól og það ber ekki á öðru en að hlýlegar og persónulegar jólakveðjur í jólakortum eigi enn upp á pallborðið hjá Íslendingum. Um leið og við þökkum fyrir fyrir þessar frábæru viðtökur minnum við á að fjöldi annarra jólakorta er enn til sölu í vefverslun okkar á sos.is
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...