Ný auglýsing SOS Barnþorpanna
Í gær var ný auglýsing SOS á Íslandi frumsýnd í sjónvarpi og á vefmiðlum. Auglýsingunni er ætlað að varpa ljósi á raunveruleika fjöldamargra barna í heiminum í dag, sem eiga engan að og búa við afar erfiðar aðstæður.
Við gleymum því stundum hversu heppin við erum hér á Vesturlöndum og hve auðvelt getur verið að hjálpa þeim sem ekki hafa það eins gott. Það er því mikilvægt að minna á kosti þess að gefa af sér.
Það er auðvelt og gefandi að gerast styrktarforeldri og við hvetjum alla þá sem hafa tök á til að leggja sitt af mörkum í aðstoð við þúsundir barna um heim allan.
Auglýsingin var gerð í samstarfi við Tjarnargötuna og við þökkum þeim fyrir vel unnin störf.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...