Fréttayfirlit 6. september 2016

Ný auglýsing SOS Barnþorpanna



Í gær var ný auglýsing SOS á Íslandi frumsýnd í sjónvarpi og á vefmiðlum. Auglýsingunni er ætlað að varpa ljósi á raunveruleika fjöldamargra barna í heiminum í dag, sem eiga engan að og búa við afar erfiðar aðstæður.

Við gleymum því stundum hversu heppin við erum hér á Vesturlöndum og hve auðvelt getur verið að hjálpa þeim sem ekki hafa það eins gott. Það er því mikilvægt að minna á kosti þess að gefa af sér.

Það er auðvelt  og gefandi að gerast styrktarforeldri og við hvetjum alla þá sem hafa tök á til að leggja sitt af mörkum í aðstoð við þúsundir barna um heim allan.

Auglýsingin var gerð í samstarfi við Tjarnargötuna og við þökkum þeim fyrir vel  unnin störf.

Hér má sjá auglýsinguna í fullri lengd.

Nýlegar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...