Neyðaraðstoð vegna langvarandi þurrka
Langvarandi þurrkar hafa haft skelfilegar afleiðingar í austan- og sunnanverðri Afríku en um 50 milljónir manna þjást af matar- og vatnsskorti.
Undanfarin tvö ár hafa einkennst af miklum þurrkum á svæðinu sem er ein af afleiðingum veðurfyrirbærisins El Niño. Vegna þessa er hætta á að hungur, vatnsskortur og sjúkdómar hafi áhrif á líf barna en Sameinuðu þjóðirnar segja að meira en ein milljón manns á svæðinu þurfi á meðferð að halda vegna alvarlegrar vannæringar. Í Eþíópíu eru yfir 300.000 börn vannærð en talið er að þurrkarnir hafi mikil áhrif í að minnsta kosti 27 löndum í heimsálfunni.
SOS Barnaþorpin eru staðsett í öllum þeim löndum sem verst hafa orðið úti vegna þurrkanna og því vel í stakk búin til að sinna neyðaraðstoð. Eins og áður er aðstoð við börn og barnafjölskyldur í forgangi hjá SOS en mikil áhersla er lögð á fjölskyldueflingu ásamt matarúthlutun.
Nýlegar fréttir
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...
Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...