Fréttayfirlit 6. apríl 2016

Neyðaraðstoð vegna langvarandi þurrka



Langvarandi þurrkar hafa haft skelfilegar afleiðingar í aust­an- og sunn­an­verðri Afríku en um 50 milljónir manna þjást af mat­ar- og vatns­skort­i.

Undanfarin tvö ár hafa einkennst af miklum þurrkum á svæðinu sem er ein af afleiðingum veðurfyrirbærisins El Niño. Vegna þessa er hætta á að hungur, vatnsskortur og sjúkdómar hafi áhrif á líf barna en Sameinuðu þjóðirnar segja að meira en ein milljón manns á svæðinu þurfi á meðferð að halda vegna alvarlegrar vannæringar. Í Eþíópíu eru yfir 300.000 börn vannærð en talið er að þurrkarnir hafi mikil áhrif í að minnsta kosti 27 löndum í heimsálfunni.

SOS Barnaþorpin eru staðsett í öllum þeim löndum sem verst hafa orðið úti vegna þurrkanna og því vel í stakk búin til að sinna neyðaraðstoð. Eins og áður er aðstoð við börn og barnafjölskyldur í forgangi hjá SOS en mikil áhersla er lögð á fjölskyldueflingu ásamt matarúthlutun.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...