Fréttayfirlit 6. apríl 2016

Neyðaraðstoð vegna langvarandi þurrka



Langvarandi þurrkar hafa haft skelfilegar afleiðingar í aust­an- og sunn­an­verðri Afríku en um 50 milljónir manna þjást af mat­ar- og vatns­skort­i.

Undanfarin tvö ár hafa einkennst af miklum þurrkum á svæðinu sem er ein af afleiðingum veðurfyrirbærisins El Niño. Vegna þessa er hætta á að hungur, vatnsskortur og sjúkdómar hafi áhrif á líf barna en Sameinuðu þjóðirnar segja að meira en ein milljón manns á svæðinu þurfi á meðferð að halda vegna alvarlegrar vannæringar. Í Eþíópíu eru yfir 300.000 börn vannærð en talið er að þurrkarnir hafi mikil áhrif í að minnsta kosti 27 löndum í heimsálfunni.

SOS Barnaþorpin eru staðsett í öllum þeim löndum sem verst hafa orðið úti vegna þurrkanna og því vel í stakk búin til að sinna neyðaraðstoð. Eins og áður er aðstoð við börn og barnafjölskyldur í forgangi hjá SOS en mikil áhersla er lögð á fjölskyldueflingu ásamt matarúthlutun.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...