Neyðaraðstoð vegna langvarandi þurrka
Langvarandi þurrkar hafa haft skelfilegar afleiðingar í austan- og sunnanverðri Afríku en um 50 milljónir manna þjást af matar- og vatnsskorti.
Undanfarin tvö ár hafa einkennst af miklum þurrkum á svæðinu sem er ein af afleiðingum veðurfyrirbærisins El Niño. Vegna þessa er hætta á að hungur, vatnsskortur og sjúkdómar hafi áhrif á líf barna en Sameinuðu þjóðirnar segja að meira en ein milljón manns á svæðinu þurfi á meðferð að halda vegna alvarlegrar vannæringar. Í Eþíópíu eru yfir 300.000 börn vannærð en talið er að þurrkarnir hafi mikil áhrif í að minnsta kosti 27 löndum í heimsálfunni.
SOS Barnaþorpin eru staðsett í öllum þeim löndum sem verst hafa orðið úti vegna þurrkanna og því vel í stakk búin til að sinna neyðaraðstoð. Eins og áður er aðstoð við börn og barnafjölskyldur í forgangi hjá SOS en mikil áhersla er lögð á fjölskyldueflingu ásamt matarúthlutun.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...