Fréttayfirlit 12. október 2017

Neyðaraðstoð til Rohingja



Síðan í lok ágúst hafa yfir 500 þúsund Rohingjar flúið ofbeldi í Rakhine héraði í Mjanmar og leitað skjóls í Bangladess. Skipulagðar aðgerðir yfirvalda í Mjanmar gegn Rohingjum miða að því að útrýma samfélagi þeirra í landinu samkvæmt niðurstöðu rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Þúsundir manna, kvenna og barna koma í bátum eða fótgangandi yfir landamærin á hverjum einasta degi en talið er að sextíu prósent þeirra Rohingja sem flúið hafa séu börn. SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð í Bangladesh en tvennar flóttamannabúðir fyrir Rohingja eru nálægt SOS Barnaþorpi, ungmennaheimili og öðrum verkefnum og því voru samtökin í góðri stöðu til að bregðast fljótt við.

Helstu áherslur neyðaraðstoð SOS í Banglasedh eru:

-Uppbygging á barnavænum svæðum fyrir börn á aldrinum 3-8 ára. Þar eiga börnin öruggt skjól þar sem þau geta leikið sér, menntað og fengið sálfræðiaðstoð.

-mataraðstoð við börn og mæður þeirra. Einnig er skannað eftir vannæringu hjá börnum og mæðrum með barn á brjósti.

-heilbrigðistaðstoð og sálfræðiþjónusta

SOS Barnaþorpin hafa verið starfandi í Bangladesh síðan árið 1979 og hafa því mikla reynslu í landinu. Neyðarverkefni samtakanna verður haldið áfram eins lengi og þörf er á.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...