Fréttayfirlit 12. október 2017

Neyðaraðstoð til Rohingja



Síðan í lok ágúst hafa yfir 500 þúsund Rohingjar flúið ofbeldi í Rakhine héraði í Mjanmar og leitað skjóls í Bangladess. Skipulagðar aðgerðir yfirvalda í Mjanmar gegn Rohingjum miða að því að útrýma samfélagi þeirra í landinu samkvæmt niðurstöðu rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Þúsundir manna, kvenna og barna koma í bátum eða fótgangandi yfir landamærin á hverjum einasta degi en talið er að sextíu prósent þeirra Rohingja sem flúið hafa séu börn. SOS Barnaþorpin sinna neyðaraðstoð í Bangladesh en tvennar flóttamannabúðir fyrir Rohingja eru nálægt SOS Barnaþorpi, ungmennaheimili og öðrum verkefnum og því voru samtökin í góðri stöðu til að bregðast fljótt við.

Helstu áherslur neyðaraðstoð SOS í Banglasedh eru:

-Uppbygging á barnavænum svæðum fyrir börn á aldrinum 3-8 ára. Þar eiga börnin öruggt skjól þar sem þau geta leikið sér, menntað og fengið sálfræðiaðstoð.

-mataraðstoð við börn og mæður þeirra. Einnig er skannað eftir vannæringu hjá börnum og mæðrum með barn á brjósti.

-heilbrigðistaðstoð og sálfræðiþjónusta

SOS Barnaþorpin hafa verið starfandi í Bangladesh síðan árið 1979 og hafa því mikla reynslu í landinu. Neyðarverkefni samtakanna verður haldið áfram eins lengi og þörf er á.

Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.