Fréttayfirlit 7. mars 2017

Neyðaraðstoð SOS í Suður-Súdan



Hungursneyð var lýst yfir í einu fylkja Suður-Súdans í lok febrúar en landið er það yngsta í heimi. Það klauf sig frá Súdan árið 2011 og síðan árið 2013 hefur borgarastyrjöld geisað í landinu. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan árið 1978 en þegar Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki voru samtökin einnig stofnuð þar.

Átökin ásamt erfiðu efnahagsástandi eru megin ástæður hungursneyðarinnar. Verðbólga í landinu var um 800 prósent í fyrra sem hefur hindrað matvælaframleiðslu og búskap. Fjölskyldur eru neyddar til að flýja heimili sín. Staða barna í landinu er slæm en barnaþrælkun, kynferðisofbeldi á börnum og annað ofbeldi er því miður algengt.

Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna er að mestu leyti staðsett í höfuðborginni Juba og þar í kring. Helstu verkefni samtakanna eru matvælaaðstoð, sálræn aðstoð, heilbrigðisþjónusta, sameining fjölskyldna, barnavernd og menntun ásamt því að samtökin hafa komið upp neyðarskýlum og barnvænum svæðum.

Eins og í öðrum neyðarverkefnum SOS er áhersla lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur. 

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...