Fréttayfirlit 7. mars 2017

Neyðaraðstoð SOS í Suður-Súdan



Hungursneyð var lýst yfir í einu fylkja Suður-Súdans í lok febrúar en landið er það yngsta í heimi. Það klauf sig frá Súdan árið 2011 og síðan árið 2013 hefur borgarastyrjöld geisað í landinu. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan árið 1978 en þegar Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki voru samtökin einnig stofnuð þar.

Átökin ásamt erfiðu efnahagsástandi eru megin ástæður hungursneyðarinnar. Verðbólga í landinu var um 800 prósent í fyrra sem hefur hindrað matvælaframleiðslu og búskap. Fjölskyldur eru neyddar til að flýja heimili sín. Staða barna í landinu er slæm en barnaþrælkun, kynferðisofbeldi á börnum og annað ofbeldi er því miður algengt.

Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna er að mestu leyti staðsett í höfuðborginni Juba og þar í kring. Helstu verkefni samtakanna eru matvælaaðstoð, sálræn aðstoð, heilbrigðisþjónusta, sameining fjölskyldna, barnavernd og menntun ásamt því að samtökin hafa komið upp neyðarskýlum og barnvænum svæðum.

Eins og í öðrum neyðarverkefnum SOS er áhersla lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur. 

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...