Neyðaraðstoð SOS í Suður-Súdan
Hungursneyð var lýst yfir í einu fylkja Suður-Súdans í lok febrúar en landið er það yngsta í heimi. Það klauf sig frá Súdan árið 2011 og síðan árið 2013 hefur borgarastyrjöld geisað í landinu. SOS Barnaþorpin hafa starfað í Súdan síðan árið 1978 en þegar Suður-Súdan varð sjálfstætt ríki voru samtökin einnig stofnuð þar.
Átökin ásamt erfiðu efnahagsástandi eru megin ástæður hungursneyðarinnar. Verðbólga í landinu var um 800 prósent í fyrra sem hefur hindrað matvælaframleiðslu og búskap. Fjölskyldur eru neyddar til að flýja heimili sín. Staða barna í landinu er slæm en barnaþrælkun, kynferðisofbeldi á börnum og annað ofbeldi er því miður algengt.
Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna er að mestu leyti staðsett í höfuðborginni Juba og þar í kring. Helstu verkefni samtakanna eru matvælaaðstoð, sálræn aðstoð, heilbrigðisþjónusta, sameining fjölskyldna, barnavernd og menntun ásamt því að samtökin hafa komið upp neyðarskýlum og barnvænum svæðum.
Eins og í öðrum neyðarverkefnum SOS er áhersla lögð á aðstoð við börn og barnafjölskyldur.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...