Frétta­yf­ir­lit 18. fe­brú­ar 2016

Neyð­ar­að­stoð SOS í Nepal

SOS Barna­þorp­in hafa starf­að í Nepal síð­an árið 1972 og eru með verk­efni á tíu stöð­um, víðs­veg­ar um land­ið. Vegna um­fang starfs­ins voru sam­tök­in reiðu­bú­in að bregð­ast fljótt við þeg­ar mann­skæð­ur jarð­skjálfti skók land­ið í apríl á síð­asta ári.

Áhersla var lögð á að­stoð við börn og barna­fjöl­skyld­ur. Nú þeg­ar tíu mán­uð­ir eru liðn­ir frá ham­förun­um hafa yfir fimmtán þús­und manns feng­ið neyð­ar­að­stoð frá sam­tök­un­um. Það sem helst má nefna er:

-25 barn­væn svæði voru sett á lagg­irn­ar sem þjón­u­stað hafa yfir tvö þús­und börn. Í byrj­un árs 2016 voru sjö barn­væn svæði enn starf­andi.

-Tæp­lega fjör­tíu börn sem misstu for­eldra sína í jarð­skjálft­an­um hafa eign­ast nýtt heim­ili í SOS Barna­þorpi.

-225 barna­fjöl­skyld­ur sem misstu allt sitt í jarð­skjálft­an­um hafa feng­ið að­stoð við að koma lífi sínu aft­ur í fast­ar skorð­ur. Fjöl­skyld­urn­ar fá m.a. að­stoð við at­vinnu­leit, end­ur­bæt­ur á hús­næði ásamt heil­brigð­is­þjón­ustu o.fl. Allt með því mark­miði að þær verði fjár­hags­lega sjálf­stæð­ar á ný.

-540 fjöl­skyld­ur hafa feng­ið helstu heim­il­is og hrein­lætis­vör­ur fyr­ir börn og full­orðna.

-53 sam­sett­ar fjöl­skyld­ar fá að­stoð. Um er að ræða börn sem misstu líf­fræði­lega for­eldra sína í jarð­skjálft­an­um og hafa feng­ið ný heim­ili hjá öðr­um líf­fræði­leg­um ætt­ingj­um. Þess­ar nýju fjöl­skyld­ur þurfa marg­vís­lega að­stoð, til dæm­is við að­lög­un.

-548 barna­fjöl­skyld­ur hafa feng­ið fjár­hags­að­stoð.

-Tólf rík­is­rekn­ir skól­ar sem urðu fyr­ir skemmd­um í jarð­skjálft­an­um verða end­ur­bætt­ir á kostn­að SOS. Þá hafa sam­tök­in gef­ið yfir 3000 grunn­skóla­nem­end­um skóla­gögn, tösk­ur og föt fyr­ir skól­ann.

-Sam­tök­in hafa greitt skóla­gjöld fyr­ir tæp­lega 1500 nem­end­ur.

Áætl­að er að neyð­ar­að­stoð SOS Barna­þorp­anna í Nepal vegna jarð­skjálft­ans muni ljúka í árs­lok 2018.

Ný­leg­ar frétt­ir

Heildarframlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri
21. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Heild­ar­fram­lög til SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi aldrei ver­ið hærri

Að­al­fund­ur SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi var hald­inn mánu­dag­inn 19. maí sl. og þar voru árs­reikn­ing­ur og árs­skýrsla sam­tak­anna kynnt að­ild­ar­fé­lög­um. Árið 2024 var metár í rekstri sam­tak­anna og námu heil...

Ástandið versnar hratt á Gasa - SOS gefur út yfirlýsingu
9. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ástand­ið versn­ar hratt á Gasa - SOS gef­ur út yf­ir­lýs­ingu

Mann­úð­ar­ástand­ið á Gasa í Palestínu hef­ur versn­að hratt á síð­ustu dög­um og SOS Barna­þorp­in eru með­al hjálp­ar­sam­taka sem glíma við hindr­an­ir í starfi þar.