Neyðaraðstoð í Kólumbíu
SOS Barnaþorpin hafa sinnt neyðaraðstoð í Kólumbíu síðustu vikur, nánar tiltekið í borginni Mocoa sem varð illa fyrir barðinu á úrhellisrigningu í byrjun apríl.
Um það bil 350 manns létust og mörg hundruð fjölskyldur misstu heimili sín vegna aurskriða en rigningin varð til þess að ár flæddu yfir bakka sína og hús fylltust af aur.
Neyðaraðstoð SOS felst í aðstoð við fylgdarlaus börn og þau börn sem misstu foreldra í hamförunum. Einnig útvega samtökin fjölskyldum húsaskjól, sálfræðiaðstoð og menntun ásamt því að hafa opnað barnvænt svæði. Þá hafa SOS Barnaþorpin einnig dreift helstu nauðsynjum til barnafjölskyldna, t.d. bleyjum, þurrmjólk, vatni, fötum og mat.
Neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna í Kólumbíu mun standa yfir að minnsta kosti út árið.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...