Fréttayfirlit 23. október 2019

Nemendur FSU söfnuðu 200.000 krónum fyrir Fjölskyldueflingu SOS

Sólmundur S. Magnússon (FSU) og Hjördís Rós Jónsdóttir, (SOS Barnaþorpunum)Í byrjun október stóð nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir góðgerðarviku í skólanum. Tilgangurinn var að safna pening fyrir gott málefni og í ár völdu þau SOS Barnaþorpin.

Í upphafi góðgerðarvikunnar fengu nemendur og kennarar kynningu á starfi SOS Barnaþorpanna og þá sérstaklega á Fjölskyldueflingu SOS í Eþíópíu en það var verkefnið sem safna átti fyrir. Nemendur skipulögðu alls konar uppákomur sem höfðu það markmið að safna pening fyrir SOS Barnaþorpin.

Nemendur og kennarar gátu einnig skorað hver á annan og lagt pening undir. Vikan endaði svo á uppgjörshátíð þar sem nemendur og kennarar öttu kappi í óhefðbundnum boltaíþróttum. Alls söfnuðust kr. 200.000 sem nýttar verða í Fjölskyldueflingu SOS í Eþíópíu við uppbyggingu á nýrri salernisaðstöðu við skóla á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu.

GERAST SOS-FJÖLSKYLDUVINUR (fyrir 500 krónur á mánuði)

SOS Barnaþorpin þakka nemendafélagi FSU og nemendum skólans kærlega fyrir frábært framtak sem er svo sannarlega til fyrirmyndar.

Sólmundur Magnús Sigurðsson, formaður nemendafélags FSU, afhenti Hjördísi Rós Jónsdóttur, fræðslufulltrúa SOS Barnaþorpanna, framlagið sem safnaðist.

Meðal verkefna í Fjölskyldueflingu okkar á Tulu Moye svæðinu er bygging nýrra salerna á skólalóðum sem eru aðskilin fyrir kynin. Á meðfylgjandi myndum hér fyrir neðan má sjá muninn á gömlu salerni og nýbyggðu salerni á lóð eins grunnskólans í þorpinu Iteya. Styrkurinn frá nemendum FSU fjármagnar einmitt byggingu þessarar salernisaðstöðu.

Tulu Moye salarni gamalt.jpg

Tulu Moye salarni nytt.jpg

Nýlegar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...