Fréttayfirlit 4. ágúst 2020

Maraþoninu aflýst en söfnun heldur áfram



Eins og fram kom í fréttum hefur Reykjavíkurmaraþoninu 2020 verið aflýst. SOS Barnaþorpin eru meðal góðgerðarfélaga sem njóta góðs af áheitum á hlaupara í maraþoninu. Við viljum því koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum sem okkur bárust í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur:

„Góðgerðarfélögin munu halda sínum áheitum þó svo að hlaupið fari ekki fram. Þó að ekki sé hægt að halda maraþonið er samt hægt að láta gott af sér leiða. Sett hefur verið af stað átakið „Hlauptu þína leið" þar sem við hvetjum hlaupara til að hlaupa sjálfir og styrkja í leiðinni góðgerðarfélag að eigin vali. Átakið verður dagana 15.-25. ágúst og verður góðgerðasöfnunin opin til 26. ágúst. Á heimasíðu Reykjavíkurmaraþonsins er hægt að finna tillögur að hlaupaleiðum fyrir Hetjuhlaupið, 3 km skemmtiskokk, 10 km hlaup, hálfmaraþon og maraþon. “

Kærar þakkir fyrir stuðninginn!

Áheit eru gerð á hlaupastyrkur.is

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.