Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin sjá foreldralausum börnum víða um heim fyrir fjölskyldu og góðri æsku. Fjöldi Íslendinga styrkir starf samtakanna og viljum við þjónusta þá vel. Leitum við nú eftir drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtur sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur. Um er að ræða 100% starf á skrifstofu samtakanna að Hamraborg 1 í Kópavogi.
Starfssvið
- Símsvörun og móttaka
- Samskipti við styrktaraðila (sími, tölvupóstur og bréf)
- Skráning á styrkjum í CRM styrktaraðilakerfi
- Samskipti við alþjóðlegar höfuðstöðvar samtakanna
- Afstemmingar á bankareikningum
- Kröfu- og boðgreiðslustofnanir
- Almenn skrifstofustörf og ýmis tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Rík þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvuþekking, einkum á Excel
- Gott vald á íslensku og ensku
- Nákvæmni og tölugleggni
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Reynsla af afstemmingum er kostur
- Þekking á CRM kerfum er kostur
Um SOS Barnaþorpin
SOS Barnaþorpin eru alþjóðleg hjálparsamtök sem hafa séð munaðarlausum og yfirgefnum börnum um allan heim fyrir fjölskyldu og heimili síðan 1949. SOS Barnaþorpin hafa beina umsjá með um 70.000 börnum og ungmennum í barnaþorpum og annarri umönnun allan sólarhringinn. Auk þess sinna samtökin forvarnarstarfi sem gengur út á að aðstoða barnafjölskyldur í sárafátækt til að standa á eigin fótum og nær það starf til hundruð þúsunda barna, ungmenna og foreldra þeirra í yfir 100 löndum. Þá eru óupptalin önnur þróunarverkefni og mannúðaraðstoð, allt í þágu barna.
Hlutverk samtakanna á Íslandi er fyrst og fremst að sinna fjáröflun fyrir verkefni systursamtaka sinna í yfir 100 löndum, sinna upplýsingagjöf til styrktaraðila hér á landi og þjónusta þá. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru vinnustaður þar sem ríkir heilbrigð menning, gagnkvæm virðing og góður andi. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu. Um 37 stunda vinnuviku er að ræða og býðst starfsfólki að sækja sér þjálfun og endurmenntun.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 25. september. Umsókn sendist á umsokn@sos.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir þeirri hæfni viðkomandi sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Schram framkvæmdastjóri í síma 564 2910.
Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.