Kópavogsbær styrkir SOS á Íslandi
Í rekstri SOS Barnaþorpanna á Íslandi er þess ávallt gætt að halda öllum kostnaði eins langt niðri og mögulegt er. Árlega leggur bæjarráð Kópavogs sín lóð á vogarskálarnar hvað það varðar með styrk til greiðslu fasteignaskatts.
25. júlí sl. samþykkti bæjarráð Kópavogs styrk til SOS að upphæð kr. 283.950.- til greiðslu fasteignaskatts árið 2019. Þessi styrkur jafngildir því að 6 börn í SOS barnaþorpum fái styrktarforeldra.
Rekstrarkostnaður SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 2018 var aðeins 16% sem er með því lægsta sem gerist. Um það og fleira úr rekstri samtakanna má lesa í ársskýrslunni sem er aðgengileg á heimasíðu okkar.
Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...