Fréttayfirlit 30. júlí 2019

Kópavogsbær styrkir SOS á Íslandi



Í rekstri SOS Barnaþorpanna á Íslandi er þess ávallt gætt að halda öllum kostnaði eins langt niðri og mögulegt er. Árlega leggur bæjarráð Kópavogs sín lóð á vogarskálarnar hvað það varðar með styrk til greiðslu fasteignaskatts.

25. júlí sl. samþykkti bæjarráð Kópavogs styrk til SOS að upphæð kr. 283.950.- til greiðslu fasteignaskatts árið 2019. Þessi styrkur jafngildir því að 6 börn í SOS barnaþorpum fái styrktarforeldra.

Rekstrarkostnaður SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 2018 var aðeins 16% sem er með því lægsta sem gerist. Um það og fleira úr rekstri samtakanna má lesa í ársskýrslunni sem er aðgengileg á heimasíðu okkar.

Nýlegar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...