Fréttayfirlit 30. júlí 2019

Kópavogsbær styrkir SOS á Íslandi



Í rekstri SOS Barnaþorpanna á Íslandi er þess ávallt gætt að halda öllum kostnaði eins langt niðri og mögulegt er. Árlega leggur bæjarráð Kópavogs sín lóð á vogarskálarnar hvað það varðar með styrk til greiðslu fasteignaskatts.

25. júlí sl. samþykkti bæjarráð Kópavogs styrk til SOS að upphæð kr. 283.950.- til greiðslu fasteignaskatts árið 2019. Þessi styrkur jafngildir því að 6 börn í SOS barnaþorpum fái styrktarforeldra.

Rekstrarkostnaður SOS Barnaþorpanna á Íslandi árið 2018 var aðeins 16% sem er með því lægsta sem gerist. Um það og fleira úr rekstri samtakanna má lesa í ársskýrslunni sem er aðgengileg á heimasíðu okkar.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...