Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.
Upptök skjálftans urði í nágrannaríkinu Mjanmar en þar eru SOS Barnaþorpin ekki með starfsemi.
Miklar skemmdir urðu víða í Tælandi, m.a. í höfuðborginni þar sem byggingar hrundu til grunna.
SOS Barnaþorpin eru með starfsemi víða í Tælandi og sem fyrr segir sakaði engan í verkefnum samtakanna þar. Byggingarnar virðast heilar, þó enn eigi eftir að kanna ástand þeirra nánar.
Samtökin eiga í góðu samstarfi við yfirvöld og önnur samtök og hafa skýrar neyðaráætlanir tilbúnar ef frekari hamfarir verða.
Þannig yfirgáfu börnin í SOS Barnaþorpinu í Chian Rai öll hús strax og jörð fór að skjálfa í gær en það barnaþorp eru næst upptökum skjálftans.
SOS Barnaþorpin á Íslandi munu upplýsa styrktaraðila barna í Tælandi ef skemmdir eða manntjón verða í verkefnum okkar í landinu líkt og við gerum þegar önnur lönd eiga í hlut.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.