Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.
Upptök skjálftans urði í nágrannaríkinu Mjanmar en þar eru SOS Barnaþorpin ekki með starfsemi.
Miklar skemmdir urðu víða í Tælandi, m.a. í höfuðborginni þar sem byggingar hrundu til grunna.
SOS Barnaþorpin eru með starfsemi víða í Tælandi og sem fyrr segir sakaði engan í verkefnum samtakanna þar. Byggingarnar virðast heilar, þó enn eigi eftir að kanna ástand þeirra nánar.
Samtökin eiga í góðu samstarfi við yfirvöld og önnur samtök og hafa skýrar neyðaráætlanir tilbúnar ef frekari hamfarir verða.
Þannig yfirgáfu börnin í SOS Barnaþorpinu í Chian Rai öll hús strax og jörð fór að skjálfa í gær en það barnaþorp eru næst upptökum skjálftans.
SOS Barnaþorpin á Íslandi munu upplýsa styrktaraðila barna í Tælandi ef skemmdir eða manntjón verða í verkefnum okkar í landinu líkt og við gerum þegar önnur lönd eiga í hlut.
SOS Barnaþorpin eru með starfsemi víða í Tælandi
Nýlegar fréttir
Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...