Fréttayfirlit 30. mars 2025

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Tæland: Börn og starfsfólk óhult


Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Upptök skjálftans urði í nágrannaríkinu Mjanmar en þar eru SOS Barnaþorpin ekki með starfsemi.

Miklar skemmdir urðu víða í Tælandi, m.a. í höfuðborginni þar sem byggingar hrundu til grunna.

SOS Barnaþorpin eru með starfsemi víða í Tælandi og sem fyrr segir sakaði engan í verkefnum samtakanna þar. Byggingarnar virðast heilar, þó enn eigi eftir að kanna ástand þeirra nánar.

Samtökin eiga í góðu samstarfi við yfirvöld og önnur samtök og hafa skýrar neyðaráætlanir tilbúnar ef frekari hamfarir verða.

Þannig yfirgáfu börnin í SOS Barnaþorpinu í Chian Rai öll hús strax og jörð fór að skjálfa í gær en það barnaþorp eru næst upptökum skjálftans.

SOS Barnaþorpin á Íslandi munu upplýsa styrktaraðila barna í Tælandi ef skemmdir eða manntjón verða í verkefnum okkar í landinu líkt og við gerum þegar önnur lönd eiga í hlut.

SOS Barnaþorpin eru með starfsemi víða í Tælandi SOS Barnaþorpin eru með starfsemi víða í Tælandi

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...