Fréttayfirlit 30. mars 2025

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Tæland: Börn og starfsfólk óhult


Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Upptök skjálftans urði í nágrannaríkinu Mjanmar en þar eru SOS Barnaþorpin ekki með starfsemi.

Miklar skemmdir urðu víða í Tælandi, m.a. í höfuðborginni þar sem byggingar hrundu til grunna.

SOS Barnaþorpin eru með starfsemi víða í Tælandi og sem fyrr segir sakaði engan í verkefnum samtakanna þar. Byggingarnar virðast heilar, þó enn eigi eftir að kanna ástand þeirra nánar.

Samtökin eiga í góðu samstarfi við yfirvöld og önnur samtök og hafa skýrar neyðaráætlanir tilbúnar ef frekari hamfarir verða.

Þannig yfirgáfu börnin í SOS Barnaþorpinu í Chian Rai öll hús strax og jörð fór að skjálfa í gær en það barnaþorp eru næst upptökum skjálftans.

SOS Barnaþorpin á Íslandi munu upplýsa styrktaraðila barna í Tælandi ef skemmdir eða manntjón verða í verkefnum okkar í landinu líkt og við gerum þegar önnur lönd eiga í hlut.

SOS Barnaþorpin eru með starfsemi víða í Tælandi SOS Barnaþorpin eru með starfsemi víða í Tælandi

Nýlegar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...