Fréttayfirlit 24. júlí 2017

Íslenskur þingmaður að störfum fyrir SOS í Grikklandi

Nichole Leigh Mosty alþingismaður er nú stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpanna þar sem hún mun m.a. sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu.

Mun Nichole m.a. koma að menntamálum, en hún er leikskólakennari að mennt og starfaði áður sem leikskólastjóri.

Talið er að yfir 60.000 flóttamenn séu nú staddir í Grikklandi og bíði örlaga sinna, þar af er mikill fjöldi barna. SOS Barnaþorpin hafa frá 2015 sinnt hjálparstörfum í þágu flóttabarna í Grikklandi. Sú hjálp felst m.a. í félagssálfræðilegum stuðningi og túlkaþjónustu við börnin í flóttamannabúðum ásamt skipulagðri íþróttaiðkun. Einnig reka samtökin þrjú skýli þar sem fylgdarlaus flóttabörn njóta umönnunar allan sólarhringinn. Þá hafa SOS Barnaþorpin dreift matvælum og öðrum hjálpargögnum til fjölskyldna og hjálpað þeim að fóta sig við nýjar aðstæður.

Þörfin fyrir aðstoð SOS hefur síst minnkað upp á síðkastið þar sem mörg samtök hafa yfirgefið flóttamannabúðir í Grikklandi með tilheyrandi skorti á menntun, sálfræðiaðstoð, lögfræðiaðstoð og túlkaþjónustu.

Nichole mun sinna stuðningi við fjölbreytta starfsemi SOS, t.d. að veita starfsfólki samtakanna ráðgjöf á sviði leikskólareksturs en samtökin reka t.a.m. eina leikskólann í Elaionas flóttamannabúðunum. 

SOS Barnaþorpin á Íslandi munu næstu vikurnar flytja fréttir af störfum Nichole í þágu fylgdarlausra flóttabarna í Grikklandi.

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.