Íslendingar öflugir styrktaraðilar Sýrlands
Það gleður okkur mikið að tilkynna að vegna góðra undirtekta við söfnun okkar fyrir neyðaraðstoð SOS í Sýrlandi getum við nú þegar sent 3 milljónir til Sýrlands. Fjárhæðinni hefur verið safnað með frjálsum framlögum frá Íslendingum og mun fara í neyðaraðstoð SOS í Sýrlandi, en SOS hefur verið með neyðaraðstoðarteymi í Sýrlandi frá árinu 2013.
Íslendingar hafa að auki verið fljótir að bregðast við þörf barnanna sem eru á okkar vegum í Sýrlandi. Eins og mörgum er kunnugt þurfti að rýma barnaþorpið okkar í Damaskus á dögunum og urðu 156 börn á okkar vegum tímabundið heimilislaus. Í kjölfarið buðum við fólki að gerast barnaþorpsvinir í Sýrlandi og styrkja þannig uppihald og öryggi barnanna okkar. Viðtökurnar hafa verið vonum framar og með framlagi nýrra barnaþorpsvina auk eldri styrktarforeldra barna í Sýrlandi er útlit fyrir að rúmar 5 milljónir króna munu fara frá okkur til barnanna á næsta ári, auk þeirra 3 milljóna króna sem við sendum út núna.
Söfnuninni okkar er langt í frá lokið og hér eru þær leiðir sem hægt er að nota til að styrkja starfið okkar í Sýrlandi:
Hringdu í síma 907 1002 og gefðu þannig 2000 krónur til neyðaraðstoðar SOS í Sýrlandi
Leggðu frjálst framlag inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með skýringunni Sýrland. Það framlag fer til neyðaraðstoðar SOS í Sýrlandi
Vertu barnaþorpsvinur fyrir SOS í Sýrlandi. Með því að greiða mánaðarlegt framlag til Sýrlands styður þú við börn á okkar vegum sem þurft hafa að flýja heimili sín í Aleppo og Damaskus. Hér getur þú gerst Barnaþorpsvinur. Taktu vinsamlegast fram að þú óskir eftir Sýrlandi.
Nýlegar fréttir
 
        Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
 
        39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...