Íslendingar öflugir styrktaraðilar Sýrlands
Það gleður okkur mikið að tilkynna að vegna góðra undirtekta við söfnun okkar fyrir neyðaraðstoð SOS í Sýrlandi getum við nú þegar sent 3 milljónir til Sýrlands. Fjárhæðinni hefur verið safnað með frjálsum framlögum frá Íslendingum og mun fara í neyðaraðstoð SOS í Sýrlandi, en SOS hefur verið með neyðaraðstoðarteymi í Sýrlandi frá árinu 2013.
Íslendingar hafa að auki verið fljótir að bregðast við þörf barnanna sem eru á okkar vegum í Sýrlandi. Eins og mörgum er kunnugt þurfti að rýma barnaþorpið okkar í Damaskus á dögunum og urðu 156 börn á okkar vegum tímabundið heimilislaus. Í kjölfarið buðum við fólki að gerast barnaþorpsvinir í Sýrlandi og styrkja þannig uppihald og öryggi barnanna okkar. Viðtökurnar hafa verið vonum framar og með framlagi nýrra barnaþorpsvina auk eldri styrktarforeldra barna í Sýrlandi er útlit fyrir að rúmar 5 milljónir króna munu fara frá okkur til barnanna á næsta ári, auk þeirra 3 milljóna króna sem við sendum út núna.
Söfnuninni okkar er langt í frá lokið og hér eru þær leiðir sem hægt er að nota til að styrkja starfið okkar í Sýrlandi:
Hringdu í síma 907 1002 og gefðu þannig 2000 krónur til neyðaraðstoðar SOS í Sýrlandi
Leggðu frjálst framlag inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með skýringunni Sýrland. Það framlag fer til neyðaraðstoðar SOS í Sýrlandi
Vertu barnaþorpsvinur fyrir SOS í Sýrlandi. Með því að greiða mánaðarlegt framlag til Sýrlands styður þú við börn á okkar vegum sem þurft hafa að flýja heimili sín í Aleppo og Damaskus. Hér getur þú gerst Barnaþorpsvinur. Taktu vinsamlegast fram að þú óskir eftir Sýrlandi.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.