Fréttayfirlit 8. desember 2025

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu


SOS Barnaþorpin á Íslandi koma að fjármögnun á nýju verkefni í Eþíópíu sem miðar að endurreisn og mannúðaraðstoð í samfélögum sem eru að fást við afleiðingar hernaðarátaka. Áhersla er lögð á menntun og vernd barna, lífsviðurværi, andlega vellíðan fjölskyldna, næringu og margþætta fjárhagsaðstoð í North Wollo- og Waghimera-héruðunum á Amhara-svæðinu. 

Verkefnið ber yfirskriftina Building Beyond Conflict og er því ætlað að ná til um 30.000 þátttakenda með beinum hætti og yfir 89.000 manns með óbeinum hætti á átakasvæðum í Eþíópíu. Það er liður í opinberri þróunarsamvinnu Íslands þar sem SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja til 30 milljónir króna í verkefnið með stuðningi utanríkisráðuneytisins. SOS Barnaþorpin í Þýskalandi koma einnig að fjármögnun.

Með verkefninu viljum við finna varanlegar lausnir fyrir þá sem átökin hafa bitnað hvað harðast á, sérstaklega konur og börn. Sahlemariam Abebe, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu.
Umrædd átakasvæði eru í norðurhluta Eþíópíu. Umrædd átakasvæði eru í norðurhluta Eþíópíu.

Yfir 5 þúsund óstarfhæfir skólar og 68.000 manns á vergangi

Fulltrúar stjórnvalda úr fjármála- og efnahagsráðuneyti, hamfarastjórn og svæðis- og héraðsstjórnum lýstu yfir þakklæti til SOS Barnaþorpanna fyrir tímanlega íhlutun. Þeir bentu á að þörfin fyrir menntun og vernd væri brýn í Amhara þar sem yfir 5.000 skólar eru óstarfhæfir og meira en 68.000 einstaklingar eru á vergangi.

„Mataraðstoð er lífsnauðsynleg en menntun mótar framtíðina. Building Beyond Conflict verkefnið er mikilvæg fjárfesting í börnum og fjölskyldum á svæðinu,“ segir Serkadis Atalie en hún er aðstoðarforstjóri svæðisbundinnar hamfarastjórnar.

Setningarathöfn verkefnisins fór fram í Bahir Dar og sóttu hann yfir 75 fulltrúar stjórnvalda, frjálsra félagasamtaka, leiðtogar samfélaga og fleiri. Setningarathöfn verkefnisins fór fram í Bahir Dar og sóttu hann yfir 75 fulltrúar stjórnvalda, frjálsra félagasamtaka, leiðtogar samfélaga og fleiri.

Yfir 4,2 milljónir barna án skólagöngu og yfir 80% heimila lifa á færri en einni máltíð á dag

Átök í Amhara hafa m.a. skapað mannúðarkrísu í héruðunum Norður-Wollo og Waghimra. Þar er brýn þörf á aðstoð á sviði menntunar, heilbrigðis, matvælaöryggis og verndar. Menntun hefur raskast verulega og yfir 4,2 milljónir barna eru nú án skólagöngu vegna skemmdra eða hernuminna skóla og flótta kennara. Heilbrigðisþjónustan er að hruni komin; aðeins fáeinar heilbrigðisstöðvar eru starfandi. Matvælaóöryggi er afar mikið – yfir 80% heimila lifa á færri en einni máltíð á dag.

Kynferðisofbeldi, barnahernaður og vanræksla

Óöryggi eykst stöðugt, meðal annars vegna kynferðisofbeldis, barnahernaðar og vanrækslu, - sérstaklega meðal kvenna og barna á flótta. Verðbólga og tekjumissir hafa tæmt allar bjargir heimilanna. Ástandið krefst samþættrar, fjölþættrar viðbragðsáætlunar sem endurreisir grunnþjónustu, verndar viðkvæma hópa og styrkir seiglu samfélaganna þrátt fyrir áframhaldandi öryggis- og aðgengishindranir.

Stutt er við stefnu yfirvalda sem miðar að því að efla seiglu og velferð fólks og samfélaga sem orðið hafa fyrir áhrifum af átökum, með sérstakri áherslu á börn, ungmenni og konur. Tilgangurinn er að fyrir mitt ár 2027 hafi samfélögin eflt reisn sína og seiglu með jafnari aðgangi að góðri menntun, sálfélagslegum stuðningi og geðheilbrigðisþjónustu, sjálfbæru atvinnulífi og öruggu umhverfi fyrir alla.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...