Fréttayfirlit 8. desember 2025

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu

Ísland styður við samfélög á átakasvæðum í Eþíópíu


SOS Barnaþorpin á Íslandi koma að fjármögnun á nýju verkefni í Eþíópíu sem miðar að endurreisn og mannúðaraðstoð í samfélögum sem eru að fást við afleiðingar hernaðarátaka. Áhersla er lögð á menntun og vernd barna, lífsviðurværi, andlega vellíðan fjölskyldna, næringu og margþætta fjárhagsaðstoð í North Wollo- og Waghimera-héruðunum á Amhara-svæðinu. 

Verkefnið ber yfirskriftina Building Beyond Conflict og er því ætlað að ná til um 30.000 þátttakenda með beinum hætti og yfir 89.000 manns með óbeinum hætti á átakasvæðum í Eþíópíu. Það er liður í opinberri þróunarsamvinnu Íslands þar sem SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja til 30 milljónir króna í verkefnð með stuðningi utanríkisráðuneytisins. SOS Barnaþorpin Þýskalandi koma einnig að fjármögnun.

Með Building Beyond Conflict verkefninu viljum við finna varanlegar lausnir fyrir þá sem átökin hafa bitnað hvað harðast á, sérstaklega konur og börn. Sahlemariam Abebe, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu.
Umrædd átakasvæði eru í norðurhluta Eþíópíu. Umrædd átakasvæði eru í norðurhluta Eþíópíu.

Yfir 5 þúsund óstarfhæfir skólar og 68.000 manns á vergangi

Fulltrúar stjórnvalda úr fjármála- og efnahagsráðuneyti, hamfarastjórn og svæðis- og héraðsstjórnum lýstu yfir þakklæti til SOS Barnaþorpanna fyrir tímanlega íhlutun. Þeir bentu á að þörfin fyrir menntun og vernd væri brýn í Amhara þar sem yfir 5.000 skólar eru óstarfhæfir og meira en 68.000 einstaklingar á vergangi.

„Mataraðstoð er lífsnauðsynleg en menntun mótar framtíðina. Building Beyond Conflict verkefnið er mikilvæg fjárfesting í börnum og fjölskyldum á svæðinu,“ segir Serkadis Atalie en hún er aðstoðarforstjóri svæðisbundinnar hamfarastjórnar.

Upphafsviðburður verkefnisins fór fram í Bahir Dar og sóttu hann yfir 75 fulltrúar stjórnvalda, frjálsra félagasamtaka, leiðtogar samfélaga og fleiri. Upphafsviðburður verkefnisins fór fram í Bahir Dar og sóttu hann yfir 75 fulltrúar stjórnvalda, frjálsra félagasamtaka, leiðtogar samfélaga og fleiri.

Nýlegar fréttir

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus
2. des. 2025 Erfðagjafir

Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um a...

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
26. nóv. 2025 Almennar fréttir

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna

Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...